„Álfheiður Ingadóttir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 37:
'''Álfheiður Ingadóttir''' (f. [[1.maí 1951]]) er íslenskur stjórnmálamaður og líffræðingur og var alþingismaður Reykvíkinga fyrir [[Vinstri hreyfingin - grænt framboð|Vinstri hreyfinguna - grænt framboð]] 2007-2013. Álfheiður var heilbrigðisráðherra 1. okt. 2009 til 2. sept. 2010 og formaður þingflokks Vinstri grænna 2012-2013. Álfheiður skipaði 2. sæti á framboðslista VG í Reykjavíkurkjördæmi suður í kosningunum 2013. Álfheiður er gift Sigurmari K. Albertssyni hrl. og eiga þau einn son, f. 1991.
 
==Menntun og fyrri störf:==
Álfheiður lauk grunnskólaprófi frá Melaskóla, landsprófi frá Hagaskóla og stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1971. Hún lauk BS-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands 1975 og stundaði nám í þýsku og fjölmiðlun í Freie Universität í Berlín 1976-1977. Hún kenndi líffræði með námi í MR og MH, var blaðamaður við Þjóðviljann 1977-1987, upplýsingafulltrúi Samtaka um kvennaathvarf 1994–1995 og framkvæmdastjóri ráðstefnu norrænna kvennaathvarfa á Íslandi í nóvember 1995. Álfheiður var útgáfustjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands 1997-2007 og ritstjóri Náttúrufræðingsins, tímarits Hins íslenska náttúrufræðifélags, 1997-2006.