„Nes við Seltjörn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Solveigol (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Solveigol (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 31:
 
== Rannsóknir ==
Bæjarhóllinn í Nesi og svæðið umhverfis hann er eitt mest rannsakaða svæðið á landinu í [[fornleifafræði|fornleifafræðilegum skilningi]]. Rannsóknirnar hafa bæði verið í formi prufuskurða, [[fjarkönnun|fjarkannana]], fornleifaskráninga og tilraunaskurða. Margar stofnanir og fornleifafræðingar hafa komið að þessum rannsóknum og eru gögnin því mjög dreifð.<ref>Margrét Hrönn Hallmundsdóttir. 2010, bls. 6.</ref>
 
==== Úttektir og yfirlit ====
Ýmiss konar rannsóknir og skráningar hafa einnig verið gerðar í Nesi og á svæðinu þar í kring. Árið 1936 var gerð fyrsta ítarlega úttektin á landnámi og byggðarþróun á Seltjarnarnesi. Úttektina gerði Ólafur Lárusson og birti hann niðurstöðurnar í greininni „Hversu Seltjarnarnes byggðist“ sem síðar kom út í ritgerðasafni hans ''Byggð og sögu''. Á sjötta áratug 20. aldar tók Ari Gíslason saman skrá um örnefni á Seltjarnarnesi á vegum Örnefnastofnunar. Önnur örnefnaskrá var tekin saman árið 1976 af Guðrúnu S. Magnúsdóttur og árið 1978 vann Guðrún Einarsdóttir, landfræðinemi við Háskóla Íslands, lokaverkefni um örnefni á Seltjarnarnesi.<ref>Elín Ósk Hreiðarsdóttir og Rúnar Leifsson. 2006, bls. 9.</ref>
Árið 1980 var gerð fornleifaskráning í landi Seltjarnarness, en það var á meðal fyrstu sveitarfélaga landsins sem gekkst fyrir slíku. Sú skráning var gerð af Ágústi Ó. Georgssyni og leiddi í ljós 61 minjastað. Úrvinnsla efnisins var gerð árið 1995 af Birnu Gunnarsdóttur, fornleifafræðingi. Á aldarafmæli [[Hreppsnefndarkosningar á Seltjarnarnesi|hreppsnefndar Seltjarnarness]], árið 1975, var ákveðið að láta skrifa og gefa út sögu bæjarins. Heimir Þorleifsson, sagnfræðingur, var ráðinn til verksins og vann það í hjáverkum á nokkrum árum. Seltirningabók, ítarleg úttekt á sögu byggðar á Seltjarnarnesi, kom síðan út árið 1991.<ref>Elín Ósk Hreiðarsdóttir og Rúnar Leifsson. 2006, bls. 10.</ref>
 
Á aldarafmæli [[Hreppsnefndarkosningar á Seltjarnarnesi|hreppsnefndar Seltjarnarness]], árið 1975, var ákveðið að láta skrifa og gefa út sögu bæjarins. Heimir Þorleifsson, sagnfræðingur, var ráðinn til verksins og vann það í hjáverkum á nokkrum árum. Seltirningabók, ítarleg úttekt á sögu byggðar á Seltjarnarnesi, kom síðan út árið 1991.
 
=== Fornleifarannsóknir ===
Í kringum 1970 veittu menn því fyrst athygli að á óbyggða svæðinu vestan Nesstofu væru hringlaga myndanir, en þær sjást tæpast nema úr lofti.<ref>Sigurjón Páll Ísaksson og Þorgeir S. Helgason. 1994, bls. 152.</ref> Rekja má upphaf fornleifarannsókna í Nesi til áhugans sem vaknaði á þessum hringum þegar myndir af þeim birtust í blöðum. Kristinn Magnússon fornleifafræðingur gerði könnunarskurð í eitt þessara hringlaga gerða árið 1993. Rannsókn hans leiddi í ljós að gerðið var manngert og hafði verið byggt með einfaldri torfhleðslu stuttu eftir landnám.<ref>Kristinn Magnússon. Enn hefur ekki tekist að skera úr um nákvæman tilgang þessara hringa1995. </ref>
 
Á árunum 1994-1997 fóru fram talsvert umfangsmiklar rannsóknir í Nesi á vegum bæjarins. Þar á meðal voru árið 1994 gerðar jarðsjármælingar sem gáfu sterkar vísbendingar um staðsetningu kirkjubyggingar og kirkjugarðs.<ref>Sigurjón Páll Ísaksson og Þorgeir S. Helgason. 1994b.</ref> Árin 1995-1996 var grafinn könnunarskurður og -hola við Nesstofu og tekin sýni úr þeim sem notuð voru til að meta varðveisluskilyrði jurta- og dýraleifa. Niðurstöðurnar voru þær að varðveisluskilyrði í jarðvegi væru góð.<ref>Garðar Guðmundsson. 1995.</ref> Í könnunarskurðinum sem grafinn var fundust leifar sjö grafa, sem bendir til að þétt hafi verið grafið í þeim hluta garðsins þar sem skurðurinn var tekinn. Eftir að rannsóknum lauk sumarið 1995 tók Orri Vésteinsson saman tillögur um rannsóknir og kynningu á menningarminjum í Nesi fyrir Seltjarnarnesbæ. Önnur samantekt var gerð árið 2009 þar sem niðurstöður rannsókna á fornleifum frá tímabilinu 1760-1900 voru teknar saman og tillögur um miðlun þeirra settar fram.
 
Árið 1996 voru gerðar ýmsar rannsóknir á Nesjörðinni. Teknir voru prufuskurðir á nokkrum stöðum í túninu og nokkrar prufuholur þar að auki. Jafnframt var gerð fosfatgreining, frjókornagreining og viðnámsmæling til að leita svara við spurningum um aldur og hlutverk mannvirkjanna. Niðurstöðurnar styrktu m.a. þá kenningu sem áður hafði komið fram um að hringlaga gerðin í túninu hefðu verið byggð í tengslum við jarðrækt af einhverju tagi. Í ljós kom að fosfatmagn í túninu við Nesstofu væri á heildina litið hátt og óreglulegt, en fosfatmagn endurspeglar hvar mannvistarleifar má helst finna. Þess skal getið að enn hefur ekki tekist að skera úr um nákvæman tilgang hringlaga gerðanna. Viðnámsmælingar leiddu ekki í ljós skýrar vísbendingar um áður óþekkt mannvirki undir sverði.