„Nes við Seltjörn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Solveigol (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Solveigol (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 24:
Saga [[Kirkja|kirkjunnar]] í Nesi er löng, en hún spannar um 600 ár. Eins og kom fram hér að ofan er elstu rituðu heimild um kirkju í Nesi að finna í kirknaskrá frá því um 1200. Þetta er heimild um að kirkja með heimilispresti hafi verið komin á þeim tíma, en hugsanlega hefur kirkja verið komin strax á 11. öld í Nesi eins og virðist hafa verið um flest stórbýli í landinu á þessum tíma.
 
Eins og áður sagði er lítið vitað um búskap og kirkjuhald í Nesi á miðöldum. Engin lýsing er til á kirkjunni eða staðsetningu hennar fyrr en á 17. öld. Árið 1695 var reist ný kirkja í Nesi, en hún var byggð bæði úr timbri og torfi. Þessari byggingu var haldið við í tæpa öld þar til ný kirkja var reist af grunni árið 1785. Engar heimildir segja til um staðsetningu þessara tveggja bygginga og ekki er vitað hvort sú nýja var reist á grunni þeirrar eldri eður ei. Hin nýja kirkja var stór og vönduð, byggð úr timbri að öllu leyti. Einnig var nýtt klukknaport reist við hana, en talið er að það hafi annað hvort verið frístandandi framan við kirkjuna eða áfast við hana að framan. Klukkuturninn var um 4 metra breiður og tæplega 9 metra hár og hefur því verið tilkomumikið mannvirki í þá tíð. Þessi nýja Neskirkja átti ekki eftir að þjóna sóknarbörnum þar lengi vegna þess að hún var aflögð með konungsúrskurði árið 1797. Eftir það var kirkjubyggingin seld apótekaranum í Nesi sem mun m.a. hafa notað hana til að þurrka í lyfjagrös. Byggingin fauk svo í [[Básendaflóðið|Básendaveðrinu]] 1799 og eyðilagðist. Heimir Þorleifsson sagnfræðingur fjallaði ítarlega um lýsingar á kirkjunni frá 17. og 18. öld í Seltirningabók sinni. Svo langt er síðan kirkjan fauk og hætt var að greftra í kirkjugarðinum að vitneskja um nákvæma staðsetningu kirkjubyggingarinnar og kirkjugarðsins hefur glatast.<ref>Orri Vésteinsson. 1995c, bls. 110, 111-114.</ref>
 
Elstu heimildir um kirkjugarðinn í Nesi eru frá 18. öld. Hann var á ábyrgð sóknarfólksins, annað er kirkjubyggingin sjálf sem var á ábyrgð kirkjubóndans. Samkvæmt heimildum úr visitatíum var viðhaldi á garðinum ekki sinnt sem skyldi svo veggir hans grotnuðu fljótt niður. Tekið var til bragðs að deila kirkjugarðshleðslunni niður á ábúendur í sókninni til að reyna að bæta ástandið. Ekki eru þekktar aðrar heimildir um kirkjugarðinn í Nesi.<ref>Orri Vésteinsson. 1995c, bls. 114, 116-117.</ref>
 
Talsvert hefur komið upp af mannabeinum á svæðinu í gegnum tíðina. Árið 1979 var komið niður á mannabein þegar unnið var að hitaveitulögn við Nesstofu. Í upphafi níunda áratugarins komu tvisvar í ljós mannabein við framkvæmdir á lóðum íbúðarhúsanna sem standa næst Nesstofubæjarhólnum á Nesi.<ref>Elín Ósk Hreiðarsdóttir og Rúnar Leifsson. 2006, bls. 10-11.</ref> Vorið 2000 komu enn einu sinni í ljós mannabein í tengslum við framkvæmdir á lóð íbúðarhússins sem næst stendur.<ref>Kristinn Magnússon og Guðmundur Ólafsson. 2000.</ref>
 
== Rannsóknir ==