„Nes við Seltjörn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Solveigol (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Solveigol (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 45:
Á árunum 1994-1997 fóru fram talsvert umfangsmiklar rannsóknir í Nesi á vegum bæjarins. Þar á meðal voru árið 1994 gerðar jarðsjármælingar sem gáfu sterkar vísbendingar um staðsetningu kirkjubyggingar og kirkjugarðs. Árin 1995-1996 var grafinn könnunarskurður og -hola við Nesstofu og tekin sýni úr þeim sem notuð voru til að meta varðveisluskilyrði jurta- og dýraleifa. Niðurstöðurnar voru þær að varðveisluskilyrði í jarðvegi væru góð. Í könnunarskurðinum sem grafinn var fundust leifar sjö grafa, sem bendir til að þétt hafi verið grafið í þeim hluta garðsins þar sem skurðurinn var tekinn. Eftir að rannsóknum lauk sumarið 1995 tók Orri Vésteinsson saman tillögur um rannsóknir og kynningu á menningarminjum í Nesi fyrir Seltjarnarnesbæ. Önnur samantekt var gerð árið 2009 þar sem niðurstöður rannsókna á fornleifum frá tímabilinu 1760-1900 voru teknar saman og tillögur um miðlun þeirra settar fram.
 
Bæjarhóllinn í Nesi, bungan þar sem Nesstofa stendur í dag, er stór í sniðum. Hann hefur smátt og smátt byggst upp vegna búsetu í hundruðir ára. Við rask á bæjarhólnum árið 2009 kom í ljós yfir 2,6 metra þykkt lag af mannvistarlögum og byggingum. Megnið af þeim uppgröftum sem farið hafa fram á svæðinu frá árinu 2007 hafa verið gerðir í tengslum við uppgraftarnámskeið sem haldið er við fornleifafræðideild Háskóla Íslands. Þær minjar sem helst hefur verið fengist við á námskeiðunum eru frá síðari tímum búsetu í Nesi.
 
== Tilvísanir ==