„Lengdargráða“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
m enn óskýr grein
Lína 1:
'''Lengdargráða''' (oft [[tákn]]að með [[λ]]), lýsir [[staðsetning]]u á [[jörðin]]ni [[austur|austan]] eða [[vestur|vestan]] við [[núllbaugur|núllbaug]] sem gengur í gegnum [[Royal Greenwich Observatory]] í [[Greenwich]] á [[England]]i. [[Daglínan]] liggur að hluta til eftir þeim lengdarbaug sem er gagnstæður núllbaugnum við 180°. Hún er þó ekki lengdarbaugur heldur pólitískt ákvörðuð lína milli tveggja [[tímabelti|tímabelta]]. [[Hádegisbaugur]] er [[stórbaugur]] sem tengir saman punkta með sömu lengdargráðu.
 
==Lýsing==
Hverri lengdargráðu er skipt upp í 60 mínútur sem hver um sig skiptist í 60 sekúndur. Lengdargráða er því rituð á forminu 18° 55′ 04" V (lengdargráða vegamóta [[Hafnargata (Siglufirði)|Hafnargötu]] og [[Suðurgata (Siglufirði)|Suðurgötu]] á [[Siglufjörður|Siglufirði]]). Annar ritháttúr er að nota gráður og mínútur og brot úr mínútu, t.d. 18° 55,145′ V (sami [[lengdarbaugur]]). Stundum er austur-/vestur-viðskeytinu skipt út þannig að [[mínus]]merki tákni vestur, en þó er ekki óþekkt að einhverjir noti mínus fyrir austur. Ástæðan fyrir því að nota frekar vestur fyrir mínus er að láta núllbaug tákna y-ás á [[Kartískt hnitakerfi|kartísku hnitakerfi]], þ.e. að allt austan við núllbaug sé í plús á x-ásnum.