„Kór Akureyrarkirkju“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Oddurv (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 2:
 
== Saga kórsins ==
Þó svo sungið hafi verið við messur og annað helgihald í Akureyrarkirkju allt frá vígslu gömlu kirkjunnar við [[Aðalstræti (Akureyri)|Aðalstræti]] árið [[1863]], þá var formlegur kirkjukór ekki stofnaður fyrr en í ársbyrjun [[1945]].<ref name=Sverrir>Sverrir Pálsson. 1990. ''Saga Akureyrarkirkju''. Prentverk Odds Björnssonar hf.</ref> Fram að því var það á ábyrgð organista að kalla til söngfólk eftir þörfum. Fyrsti stjórnandi kórsins var [[Jakob Tryggvason]], þáverandi organisti Akureyrarkirkju, en einnig stýrði [[Björgvin Guðmundsson]] tónskáld kórnum í fjarveru Jakobs fyrstu árin og naut kórinn þá gjarnan liðsinnis frá [[Kantötukór Akureyrar]] sem Björgvin stýrði einnig. Frá [[1948]] stýrði Jakob kórnum allt til ársins [[1986]] þegar [[Björn Steinar Sólbergsson]] tók við. Björn Steinar lagði ríka áherslu á að stækka kórinn og gera honum þannig keiftkleift að takast á við stærri verk tónbókmenntanna.<ref name=Oskar>Óskar Þór Halldórsson. 1991. "Ég er aldrei einmana við orgelið – rætt við Björn Sólbergsson, organista og kórstjóra." ''Dagur'' [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2694818 20. apríl 1991, bls. 12-13.]</ref> Þeirri stefnu hélt einnig næsti stjórnandi kórsins, [[Eyþór Ingi Jónsson]], og töldust kórfélagar vera um 85 talsins í ársbyrjun [[2014]]<ref>[http://www.akirkja.is/page/tonlist. Heimasíða Akureyrarkirkju]</ref>. Eyþór Ingi er núverandi stjórnandi kórsins, meðstjórnandi er [[Sigrún Magna Þórsteinsdóttir]].
 
Kórinn hefur á ferli sínum tekist á við mörg af þekktum verkum tónbókmenntanna. Þar má nefna skemmri messur (''[[Missa brevis|missae brevis]]'') eftir [[Joseph Haydn|Haydn]], [[Zoltán Kodály|Kodály]], [[Gabriel Fauré|Fauré]], og [[Wolfgang Amadeus Mozart|Mozart]]<ref name=Sverrir></ref><ref name=Oskar></ref>, sorgarkantötu eftir [[Georg Philipp Telemann|Telemann]]<ref name=Sverrir></ref>, ''Stabat mater'' eftir [[Giovanni Battista Pergolesi|Pergolesi]]<ref name=Sverrir></ref>, [[sálumessa|sálumessur]] eftir [[Giuseppe Verdi|Verdi]]<ref>Jónas Sen. 2003. "Eldur á efsta degi." ''Dagblaðið Vísir'' [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3046544 13. maí 2003, bls. 15.]</ref>, [[Johannes Brahms|Brahms]] og Fauré, ''Sköpunina'' eftir Haydn, og ''Messu Guðs föður'' eftir [[Jan Dismas Zelenka|Zelenka]]<ref>Haukur Ágústsson. 2013. "Afrek – Barokktónleikar." ''Akureyri vikublað'' [http://www.akv.is/akvbl/mannlifid/2013/05/05/afrek-barokktonleikar/ 5. maí 2013.]</ref>.