„Sigurður málari“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Sigurður Guðmundsson''' (Sigurður málari) var fæddur á [[Helluland]]i í [[Hegranes]]i árið [[1833]] og fór til til náms í [[Kaupmannahöfn]] árið [[1848]]. Hann stundaði nám við Listaháskólann í Kaupmannahöfn og kom heim til [[Ísland]]s árið [[1858]] og starfaði eftir það við teiknikennslu og gerði mannamyndir og málaði [[altaristafla|altaristöflur]]. Hann skrifaði einnig um [[skipulagsmál]] í [[Reykjavík ]] og setti fram hugmynd um útivistarsvæði í [[Laugardalur (hverfi)|Laugardalnum]]. Sigurður var forystumaður um stofnun [[Forngripasafn]]sins árið [[1863]]. Hann starfaði einnig mikið að leikhúsmálum, hannaði leikbúninga, málaði leikara og gerði sviðsmyndir.
 
Sigurður skrifaði greinina "Um kvennbúnínga á Íslandi að fornu og nýju" árið [[1857]] í [[Ný félagsrit]]. Hann skapaði nýjan íslenskan kvenbúning [[skautbúningur|skautbúning]] eða hátíðarbúning úr gamla [[faldbúningur|faldbúningnum]] og teiknaði einnig léttari faldbúning sem nefnist [[kyrtill]] sem hafa mátti til dansleikja, sem brúðarbúning og fermingarbúning. Sigurður Guðmundsson lést haustið [[1874]] og fylgdi honum til grafar fjöldi kvenna í skautbúningi með svartar blæjur yfir [[faldur|faldinum]].
 
== Heimild ==