„Fræbbblarnir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 16:
Fyrstu [[tónleikar]] hljómsveitarinnar voru haldnir þann 25. nóvember 1978 á ''Myrkramessu'', menningarhátíð MK og var það gert til þess að ná sér niður á þáverandi skólameistara, en áður fyrr hafði Myrkramessan einkennst aðallega af kórsöng og ljóðalestri.<ref name="Ætluðu að ná sér niðri á skólameistara">{{fréttaheimild|höfundur=Friðrika Benónýsdóttir|titill=Ætluðu að ná sér niðri á skólameistara|url=http://visir.is/aetludu-ad-na-ser-nidri-a-skolameistara-/article/2013711219881|útgefandi=Vísir.is}}</ref> Eftir tónleikana var ekki áætlunin að halda áfram samspilinu en samstarfið var framlengt örlítið því gera átti sjónvarpsþátt um menntaskólalíf sem sýna átti í [[sjónvarp|sjónvarpinu]]. Eftir það var ekki aftur snúið og hljómsveitin var formlega stofnuð.
 
Fræbbblarnir sóttu innblástur sinn frá erlendum pönk hljómsveitum eins og [[The Clash]], [[Ramones]] og [[Stranglers]] en engar íslenskar pönk hljómsveitir voru starfrækar. Þeir áttuðu sig fljótlega á því að [[pönk]] og [[Nýbylgjutónlist|nýbylgjurokk]] átti miklar vinsældir að sækja til ungmenna sem voru löngu komin með nóg af því sem var að gerast í íslensku tónlistarlífi.
 
''„Fyrst þegar við vorum að byrja fannst okkur við vera að þröngva okkur uppá fólk. En eftir Borgina og sérstaklega eftir að við spiluðum í Fellahelli, þá finnum við að við eigum hljómgrunn hjá fólki. Pönkið er það sem ungt fólk vill, og nú eru pönkgrúppur að spretta um allan bæ [...] það er hér fullt af fólki sem er orðið leitt á því sem í kringum það er. Það er búið að fá leið á plastsælunum. Þessu helvítis væli einsog þetta sem er spilað í útvarpinu.“''