„Þingræði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
m Tók aftur breytingar 157.157.72.100 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Addbot
Lína 1:
[[Mynd:Forms of government.svg|thumb|right|Kort sem sýnir þingræði með appelsínugulum (lýðveldi) og rauðum (konungsríki) lit]]
'''Þingræði''' er sú [[stjórnskipun]]arregla að [[ríkisstjórn]] geti aðeins setið með stuðningi [[löggjafarþing]]sins. Það er grundvallarregla í flestum [[lýðræði]]sríkjum en í öðrum er stuðst við [[forsetaræði]]. Þingræðisreglan er ekki skráð réttarregla heldur er hún mótuð af margra alda þróun, í fyrstu aðallega á [[Bretland]]i en fluttist síðan til annarra landa. Reglan mótaðist af baráttu þings og konungs og er samofin minnkandi völdum [[þjóðhöfðingi|þjóðhöfðingjans]] - yfirleitt konungs - í þingræðislöndum. Þingræðisreglan var ekki fullmótuð fyrr en á [[19. öld]] í Bretlandi.
 
Stuðningurinn við löggjafarþingið þarf ekki að vera fólginn í beinum stuðningi meirihluta. Dæmi eru um [[minnihlutastjórn]]ir sem njóta óbeins stuðnings flokks eða flokka sem verja hana [[vantrauststillaga|vantrausti]] og styðja þá að jafnaði mikilvægustu mál hennar svo sem afgreiðslu [[fjárlög|fjárlaga]].
 
== Ísland ==
Á [[Ísland]]i hefur verið þingræði frá árinu 1904 en þá komst á [[Heimastjórnartímabilið|heimastjórn]].<ref>{{vefheimild|url=http://www.althingi.is/pdf/Althingi2010_islenska.pdf|titill=Alþingi|snið=pdf|bls=9}}</ref> Þingræðið var upphaflega veitt stoð í stjórnarskránni árið 1920, í henni mælti 1. gr. „Stjórnskipulagið er þingbundin konungsstjórn.“ Með [[Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands|lýðveldisstjórnarskránni]] sem sett var árið 1944 var greininni breytt og segir hún: „Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn”.<ref>{{vefheimild|url=http://www.stjornarskra.is/media/stjr_itarefni/ST-N_(2005)_skyringar.doc|titill=Skýringar við stjórnarskrá lýðveldisins Ísland|snið=doc}}</ref> Fá dæmi eru um minnihlutastjórnir í sögu lýðveldisins.
 
== Tilvísanir ==
<div class="references-small">{{reflist}}</div>
 
== Heimild ==
* ''Þingræðisreglan'', Námsritgerð við Háskóla Íslands, Jón Sigurgeirsson, 1978
 
{{Wiktionary|þingræði}}
 
{{stubbur|stjórnmál}}
 
[[Flokkur:Lýðræði]]