„Hólavallaskóli“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Agur Kesalat (spjall | framlög)
m Birnuson færði Hólavallarskóli á Hólavallaskóli: Nafn misritað
Agur Kesalat (spjall | framlög)
m Nafn misritað („Hólavallaskóli“ í flestum heimildum)
Lína 1:
'''HólavallarskóliHólavallaskóli''' eða '''Reykjavíkurskóli''' var starfræktur í [[Reykjavík]] frá [[1785]] (kennsla hófst raunar ekki fyrr en [[1786]]), þegar ákveðið var að leggja [[Skálholtsbiskupar|Skálholtsstól]] niður og [[Skálholtsskóli|Skálholtsskóla]] um leið en flytja biskupsembættið og skólann til Reykjavíkur, og til [[1804]], en [[1805]] var hann fluttur til [[Bessastaðaskóli|Bessastaða]].
 
== Húsakynni ==
Lína 14:
 
== Kennsla og nám ==
Skólameistari Hólavallaskóla var [[Gísli Thorlacius|Gísli Þórðarson Thorlacius]]. Hann var mjög drykkfelldur og mætti oft ekki til kennslu dögum saman og þegar frá leið hætti hann alveg að mæta. [[Páll Jakobsson]], sem verið hafiði konrektor og settur skólameistari í Skálholti var áfram konrektor í HólavallarskólaHólavallaskóla en hann var einnig drykkfelldur og orðinn roskinn og þar kom að hann flutti burt úr bænum og að Esjubergi en hélt þó starfi sínu að nafninu til.
 
Skólastjórn og kennsla var því að mestu í höndum settra kennara, fyrst [[Jakob Árnason|Jakobs Árnasonar]], systursonar Páls, sem síðar varð prestur í [[Gaulverjabær|Gaulverjabæ]], og síðar [[Guttormur Pálsson|Guttorms Pálssonar]], sem varð prestur í [[Vallanes]]i. Einnig kenndu við skólann um lengri eða skemmri tíma þeir Brynjólfur Sigurðsson, Arnór Árnason og Jóhann Árnason. Þegar þeim Gísla og Páli var veitt lausn frá embætti 1804 hafði hvorugur þeirra sést í skólanum í mörg ár.
Lína 22:
== Skólinn fluttur ==
 
Af öllu þessu var skólinn illa þokkaður og margir voru tregir til að senda syni sína þangað vegna lélegs aðbúnaðar. Og þegar konungsboð kom um það haustið 1801 að leggja skyldi [[Hólaskóli (1106-1802)|Hólaskóla]] niður og HólavallarskóliHólavallaskóli varð eini skóli landsins varð óánægjan svo mikil að farið var að leita annarra úrræða. Á endanum varð úr að flytja skólann á [[Bessastaðaskóli|Bessastaði]] og var það gert árið [[1805]], en veturinn 1804-1805 var enginn opinber skóli á Íslandi.
 
== Heimildir ==