„Marcus Antonius“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 61 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q51673
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:M Antonius.jpg|thumb]]
'''Marcus Antonius''' ([[2014. apríljanúar]] [[83 f.Kr.]] – [[1. ágúst]] [[30 f.Kr.]]) var [[Rómaveldi|rómverskur]] [[stjórnmál]]amaður og [[herforingi]]. Hann var mikilvægur stuðningsmaður [[Julius Caesar|Gaiusar Juliusar Caesars]], herforingi hans í Gallíu og frændi hans. Eftir að Caesar var ráðinn af dögum myndaði Antonius stjórnmálasamband við [[Ágústus|Octavianus]] og [[Marcus Aemilius Lepidus (ræðismaður 46 f.Kr.)|Marcus Aemilius Lepidus]] og er það gjarnan nefnt [[þremenningasambandið síðara]]. Antonius var mestur herforingi þeirra þriggja og átti mestan heiðurinn af sigri þeirra Octavianusar á herjum [[Marcus Junius Brutus|Brutusar]] og [[Gaius Cassius Longinus|Cassiusar]] í [[Orrustan við Filippí|orrustunni við Filippí]] árið [[42 f.Kr.]]
 
Þremenningasambandið rann út árið [[33 f.Kr.]] og ósættir og valdabarátta milli Octavianusar og Antoniusar blossaði upp í borgarastyrjöld árið [[31 f.Kr.]] Floti Octavianusar sigraði sameinaðan flota Antoniusar og [[Kleópatra|Kleópötru]] drottningar í [[Egyptaland]]i í [[Orrustan við Actíum|orrustunni við Actíum]]. Antonius og Kleópatra komust undan til Alexandríu þar sem smávægileg átök urðu milli hers Octavianusar og þeirra fáu hermanna sem eftir voru í liði Antoniusar og Kleópötru. Þegar ljóst var hver málalok voru framdi Antonius sjálfsmorð. Slíkt hið sama gerði Kleópatra skömmu síðar eftir að hafa reynt að semja fyrst við Octavianus. Þar með lauk borgarastyrjöldinni, Octavianus stóð þá eftir sem valdamesti maður Rómaveldis og varð síðar fyrsti keisari heimsveldinsins.