Munur á milli breytinga „Dys“

22 bætum bætt við ,  fyrir 7 árum
ekkert breytingarágrip
(Ný síða: '''Dys''' er upphækkuð gröf eða grafhýsi úr grjóti. Á fyrri hluta nýsteinaldar voru dysjar í Evrópu gerðar úr fjórum til fimm uppreistu…)
 
'''Dys''' (eða '''steindys''') er upphækkuð [[gröf]] eða [[grafhýsi]] úr grjóti. Á fyrri hluta [[Nýsteinöld|nýsteinaldar]] voru dysjar í [[Evrópa|Evrópu]] gerðar úr fjórum til fimm uppreistum steinum og tveimur sem lagðir voru ofan á. Oft voru þær þó aðeins huldar jarðvegi og steinum raðað í hring (''hringdys'') eða ferhyrning (''langdys'') umhverfis. Á [[Ísland]]i var fólk dysjað ef ekki þótti tilefni til [[greftrun]]ar með viðhöfn og voru dysjarnar gerðar úr hrúgu af grjóti. Illþýði og galdramenn voru t.d. yfirleitt dysjuð eða urðuð, þ.e. fleygt yfir þau grjóti og lítt vandað til þessara síðustu híbýla þeirra. Íslensku dysjarnar tengjast því lítt þeim sem tíðkuðust á meginlandi Evrópu.
 
== Hringdys ==
Óskráður notandi