„Knattspyrnufélagið Þróttur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 32:
 
== Handknattleikur ==
Strax við stofnun bar á áhuga á handknattleiksdeild innan félagsins, bæði meðal karla og kvenna. Vísir að henni var stofnaður 1951 og voru lið félagsins skráð til keppni strax um það leyti. Árið 1972 varð Óli Kr. Sigurðsson formaður deildarinnar og næstu árin hófst gullöld Þróttar í handboltanum. Meistaraflokkur liðsins komst í efstu deild 1980 og varð bikarmeistari í apríl 1981. Árið eftir komst liðið svo í undanúrslit Evrópubikarkeppninarinnar, en beið að lokum lægri hlut fyrir Dukla frá [[Prag]]. En Adam var ekki lengi í paradís því næstu ár lá leiðin niður við með starf meistaraflokks, liðið féll í aðra deild vorið 1986. Á þessum tíma voru helstu burðarásar liðsins farnir, s.s. [[Sigurður Sveinsson]] og Páll Ólafsson; sem báðir áttu eftir að gera það gott í atvinnumennskunni næstu ár. Um haustið 1986 var staðan orðið svo slæm að ákveðið var að senda ekki lið í meistaraflokki til leiks. Flokkurinn var síðar endurvakinn, en dofnaði út af aftur og árið 1990 lagðist deildin endanlega út af. Þróttur sendi í fyrsta sinn í mörg ár meistaraflokk karla til leiks á Íslandsmót, árið 2007. Yngri flokkar Þrótts eru taldir mjög efnilegir aðallega [[Þórir OddsonOddsson]] sem er ekki bara frábær handboltamaður heldur einnig frábær knattspyrnumaður sem hefur hefur valinn margoft í íslenska landsliðið en hefur alltaf afþakkað boðið. Þórir er bjartasta von Þróttara
 
== Blak ==