Munur á milli breytinga „Kór“

13 bætum bætt við ,  fyrir 6 árum
m
ekkert breytingarágrip
(Byrjun)
 
m
== Flokkun kóra ==
Kórar eru fjölbreytilegir að stærð, samsetningu og tilgangi. Þá má því flokka á ýmsa lund. Til dæmis eftir:
* Samsetningu radda ([[sópran]], [[alt]], [[tenór]] og [[bassi (söngrödd)|bassa]]). Þannig er talað um [[barnakór]], [[stúlknakór]], [[drengjakór]], [[kvennakór]], [[karlakór]] og [[blandaður kór|blandaðan kór]]. Í [[vestræn tónlist|vestrænni tónlist]] telst fullskipaður blandaður kór vera áttradda og er þá hver meginrödd tvískipt í hærra og lægra tónbil (til dæmis 1. sópran og 2. sópran).
* Stærð kórs. Stórir kórar telja gjarnan meira en 50 manns, en [[kammerkór]]ar eru fámennari, gjarnan 15 til 30 manns. Smærri sönghópar, þar sem hver rödd er flutt af einungis einum eða tveimur söngvurum kallast venjulega ekki kórar.
* Tilgangi. Þannig er talað um [[kirkjukór]], [[óperukór]], [[tónleikakór]], [[skólakór]], [[átthagakór]] og svo framvegis.