„Vatnsleysuströnd“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Vatnsleysuströnd''' er strandlengja á norðanverðum [[Reykjanesskagi|Reykjanesskaga]], frá [[Vogar|Vogum]] að [[Hvassahraun]]i ([[Kúagerði]]). Ströndin er um 15 km að lengd.
 
== Byggð ==
Á ströndinni voru margir bæir sem yfirleitt voru nokkrir saman í byggðahverfum nálægt bestu lendingunum. Öflug [[árabátur|árabátaútgerð]] var frá mörgum býlum öldum saman, enda stutt á miðinfiskimiðin. Á [[vetrarvertíð]] voru [[vermaður|vermenn]] úr öðrum byggðarlögum þar til viðbótar við heimamenn. Auk útræðis áttu bændur kýr og kindur og höfðu féð á sumrin í seljum upp í Strandarheiði. Á 19. öld fjölgaði fólki á ströndinni en þegar afli minnkaði á grunnslóð, einkum vegna veiða breskra togara, fækkaði fólki að nýju. Það breyttist þó aftur þegar [[vélbátur|vélbátaútgerð]] hófst og hægt var að sækja fiskinn lengra.
 
Gamli almenningsvegurinn út á [[Suðurnes]] lá um Vatnsleysuströnd og síðar lá gamli [[Keflavíkurvegurinn]] þar en eftir að [[Reykjanesbraut]]in kom til er Vatnsleysuströnd ekki lengur í þjóðleið og gamli vegurinn er nú innansveitarvegur þar. Vatnsleysuströnd er hluti af [[Sveitarfélagið Vogar|Sveitarfélaginu Vogum]] og búa um 100 manns á ströndinni en um 1200 í sveitarfélaginu öllu.
Lína 9 ⟶ 10:
 
Vatnsból skortir ekki á ströndinni eins og ætla mætti af nafninu, í hrauninu meðfram ströndinni kemur víða upp ferskvatn en inn til landsins finnst það ekki. Upp af ströndinni sunnanverðri liggur [[Strandarheiði]]. Þar var áður beitiland, grasi og kjarri vaxið, en heiðin er nú mikið til gróðurlaus. Víða á Vatnsleysuströnd er að finna fornar minjar, ekki síst rústir verbúða og annarra mannvirkja sem tengjast útgerð og í Strandarheiði eru [[sel]]tóftir og forna [[fjárborg]]in [[Staðarborg]], 2-3 km frá Kálfatjörn. Hún er friðlýst.
 
== Tengill ==
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3220634 Vatnsleysuströnd að leggjast í eyði?], Alþýðublaðið 1977
 
[[Flokkur:Gullbringusýsla]]
[[Flokkur:Reykjanesskagi]]
[[Flokkur:Suðurnes]]