„Transnistría“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 35:
|tld = *
}}
'''Transnistría''' (líka kallað '''Trans-Dniester''', '''Transdniestria''' og '''Pridnestrovie''') er ''[[de facto]]'' sjálfstætt [[lýðveldi]] innan landamæra [[Moldóva|Moldóvu]] þar sem það hefur stöðu sjálfstjórnarhéraðs með sérstaka lagalega stöðu. Eftir [[hrun Sovétríkjanna]] lýsti Transnistría yfir sjálfstæði sem leiddi til [[Transnistríustríðið|styrjaldar við stjórn Moldóvu]] sem hófst í mars [[1992]] og lauk með [[vopnahlé]]i í júlí sama ár. Átökin stöfuðu af andstöðu við þjóðernissinnaða stjórn hinnar nýfrjálsu Moldóvu og aðgerðir hennar gegn slavneskumælandi minnihlutahópum í landinu. Þótt vopnahléið hafi haldið er lagaleg staða svæðisins enn óútkljáð.
 
Transnistría er á mjórri landræmu milli árinnar [[Dnjestr]] og landamæra [[Úkraína|Úkraínu]] í austri. Landið nær líka yfir borgina [[Bender (Transnistríu)|Bender]] á vesturbakka árinnar. Nafn landsins merkir „handan Dnjestr“. Höfuðstaður Transnistríu er [[Tíraspol]].