„Skálholt“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Rotlink (spjall | framlög)
m fixing dead links
Agur Kesalat (spjall | framlög)
Leiðrétti i
Lína 4:
 
== Fornleifarannsóknir ==
Skálholt er einn merkasti sögustaður landsins, samtvinnaður sögu kristni á Íslandi.[http://is.wikipedia.org/wiki/Sk%C3%A1lholtskirkjur KirkaKirkja] var reist í Skálholti stuttu eftir kristnitöku og sat þar fyrsti [http://is.wikipedia.org/wiki/Biskupar_%C3%8Dslands biskup Íslands]. Skálholt var höfuðstaður landsins í um 750 ár, miðstöð kirkjustjórnar og mikið fræðasetur. Vitað er að í kringum 1200 bjuggu um 120 manns í Skálholti. Þar hefur því staðið þorp húsa af ýmsum stærðum og gerðum sem mynduðu fyrsta þéttbýlið á Íslandi.
Óvíða er mögulegt að rannsaka með uppgreftri húsakynni af jafnfjölbreyttu tagi og frá jafnmörgum tímabilum, enda er í Skálholti að finna minjar frá öllum öldum Íslandssögunnar. Hér gefst því einstakt tækifæri til að afla upplýsinga um þau tímabil sem lítið er fjallað um í rituðum heimildum.<ref name="Fornleifastofnun Íslands ses." group=vefsíða>{{vefheimild|höfundur=Fornleifastofnun Íslands ses.|titill=Skálholt|url=http://www.instarch.is/rannsoknir/uppgroftur/skalholt/saga_stadarins/|ritverk=Saga staðarins|mánuðurskoðað=22. febrúar|árskoðað=2003}}</ref>
Þar sem biskupssetrið í Skálholti hefur staðið um aldir fer ekki hjá því að vænta megi mikilla fornleifa í jörðu. Lengi hefur verið vitað að merkilegar minjar væru undir sverði á þessum forna höfuðstað landsins.
Þó að raunverulegar fornleifarannsóknir hæfust ekki í Skálholti fyrr en eftir miðja 20. öld komu þar ýmsir fornfræðingar á 19. öld sem skráðu upplýsingar um fornleifar í Skálholti.<ref>{{bókaheimild|höfundur=Mjöll Snæsdóttir, Gavin Lucas og Orri Vésteinsson|titill=Saga Biskupsstólanna. Fornleifar og rannsóknir í Skálholti|ár=2006|útgefandi=Reykjavík: Bókaútgáfan Hólar|bls=675}}</ref>
 
==1873==
Fyrstur þeirra var danski fornfræðingurinn [[Kristian_Kaalund|Kristian Kålund ]] en hann kom við í Skálholti 1873 og þótti „ekki mikið eftir af dýrð biskupstímans“. Þar var nú ósjáleg trékirkja og bærinn „á engan hátt glæsilegur“. Það eina sem honum þótti enn vera sem áður var hið fagra útsýni. Kålund getur þess að sagnir á staðnum snúist einkum um [http://is.wikipedia.org/wiki/%C3%9Eorl%C3%A1kur_helgi_%C3%9E%C3%B3rhallsson Þorlák helga] og hins vegar um atburði kringum [http://is.wikipedia.org/wiki/J%C3%B3n_Arason Jón Arason ] Hólabiskup. Var Kålund sýndur staðurinn hjá kirkjugarðinum þar sem Jón og synir hans voru teknir af lífi og voru „blóðblettirnir“ enn sýnilegir á klöppinni.