„Saga Íslands“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Skráin Skálholt01.jpg var fjarlægð og henni eytt af Commons af Fastily.
Lína 58:
 
=== Skipulag þingsins ===
[[Mynd:1761_Homann_Heirs_Map_of_Iceland_"Insulae_Islandiae"_-_Geographicus_-_Islandiae-hmhr-1761.jpg|thumb|Landsfjórðungar Íslands á landakorti frá 1761.]]
Æðsta stofnun þingsins var [[lögrétta]], sem setti ný lög, fjallaði um mál og nefndi menn í [[fimmtardómur|fimmtardóm]], sem var eins konar yfirréttur, eftir að honum var komið á um [[1005]], en einnig störfuðu á þinginu fjórir [[fjórðungsdómur|fjórðungsdómar]], einn fyrir hvern [[landsfjórðungur|landsfjórðung]]. Í henni sátu 48 goðar (eða [[goðorðsmaður|goðorðsmenn]]) á miðpalli og hafði hver þeirra tvo ráðgjafa, annar sat fyrir framan hann og hinn fyrir aftan, þannig að í raun sátu 146 menn í lögréttu.
 
[[Lögsögumaður]] var æðsti og eini launaði embættismaður þingsins og var hann kosinn af lögréttu þriðja hvert ár. [[lög|Lögin]] voru ekki til skrifuð, enda var ritöld ekki hafin, en fyrir stofnun alþingis höfðu Íslendingar sent mann sem [[Úlfljótur]] hét til Noregs til að kynna sér lög þar og sagði hann manna fyrstur upp lög á Þingvöllum. Þau voru sniðin eftir [[Gulaþingslög]]um í Noregi, enda munu flestir landnámsmenn hafa komið af því svæði. Þekkt eru nöfn allra [[listi yfir lögsögumenn á Íslandi|lögsögumanna]] frá upphafi og þar til embættið var lagt niður [[1271]].
 
Árið 965 var ákveðið að skipta landinu í [[landsfjórðungur|fjórðunga]]. Þrjú héraðsþing eða vorþing voru í hverjum fjórðungi nema Norðlendingafjórðungi, þar sem þau voru fjögur, að sögn Ara fróða vegna þess að Norðlendingar gátu ekki komið sér saman um annað en raunar var Norðlendingafjórðungur fjölmennasti fjórðungurinn. Vorþingin voru haldin í maí ár hvert. Þegar goðar komu heim frá alþingi héldu þeir svo leiðarþing en þar voru eingöngu gefnar skýrslur um það sem gerst hafði á þinginu.
 
=== Kristnitaka ===