„Hernám Íslands“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
{{Saga Íslands}}
'''Ísland í seinni heimsstyrjöld''' var tímabil í [[saga Íslands|sögu landsins]] frá því þegar landið var hernumið í [[seinni heimsstyrjöldin|síðari heimsstyrjöld]] af [[Bretland|Bretum]] árið [[1940]] og fram að því að Bandarískir hermenn yfirgáfu landið [[1947]] tveimur árum eftir lok stríðsins.
[[Mynd:Iceland invasion targets.png|thumb|left|Staðirnir sem Bretar lögðu mesta áherslu á að ná þegar þeir hernámu Ísland: [[Reykjavík]], [[Hafnarfjörður]] og [[Akureyri]], lendingarstaðir flugvéla á [[Sandskeið]]i, í [[Kaldaðarnes]]i og á [[Melgerðismelar|Melgerðismelum]] og hafnaraðstaðan í [[Hvalfjörður|Hvalfirði]].]]
 
'''Hernám Íslands''' eða '''hernámsárin''' var það tímabil í [[saga Íslands|sögu Íslands]] þegar landið var hernumið í [[seinni heimsstyrjöldin|síðari heimsstyrjöld]], fyrst af [[Bretland|Bretum]] árið [[1940]] og síðan tóku [[Bandaríkin|Bandaríkjamenn]] við. Ekki kom til átaka vegna hernámsins enda voru Íslendingar hliðhollir [[bandamenn|bandamönnum]] í stríðinu. Eftir stríðið gerði ríkisstjórn Íslands [[varnarsamningurinn|varnarsamning]] við Bandaríkjamenn og gekk í [[NATO]] árið 1949. Ísland var hernumið vegna þess að landið var talið hafa hernaðarlegt mikilvægi. Á Norður-Atlantshafi geysaði [[ótakmarkaður kafbátahernaður]] og miklar orrustur voru háðar á sjó úti eins og til dæmis [[Orrustan við Grænlandssund]] þann [[24. maí]] [[1941]].
 
Þegar Bretar hernámu Ísland aðfaranótt [[10. maí]] 1940 voru átta mánuðir frá því að [[heimsstyrjöldin síðari]] hófst og á þeim tíma höfðu [[Þýskaland|Þjóðverjar]] hernumið hluta [[Pólland]]s og síðan [[Danmörk]]u og [[Noregur|Noreg]]. Ljóst var að innrás vofði yfir [[Frakkland]]i, [[Belgía|Belgíu]] og [[Holland]]i og raunar réðust Þjóðverjar inn í Belgíu, Holland og [[Lúxemborg]] sama dag og Ísland var hernumið. Hernám Breta var til að koma í veg fyrir að Ísland félli undir þýsk yfirráð en Þjóðverjar höfðu sýnt landinu töluverðan áhuga á árunum fyrir styrjöldina vegna hernaðarlegs mikilvægis þess í tengslum við siglingar um [[Norður-Atlantshaf]]. Ísland hafði lýst yfir hlutleysi og ríkisstjórnin mótmælti hernáminu og neitaði að ganga formlega til liðs við [[Bandamenn (seinni heimsstyrjöldin)|Bandamenn]].
Lína 10 ⟶ 11:
Um fjögur leitið aðfaranótt föstudagsins 10. maí árið 1940 vöknuðu nokkrir [[Reykjavík|Reykvíkingar]] við flugvélarhljóð. Þar var bresk herflugvél af herskipinu [[Berwick]] á ferðinni sem kom fljúgandi úr vestri en þetta voru ein mestu mistök sem breski herinn gerði í hernámi Íslands. Alls ekki átti að draga athygli að Bretum og sérstaklega ekki þessa tilteknu nótt. Þennan sama morgunn urðu svo nokkri Reykvíkingar varir við sjö herskip úti á sjó sem stefndu að ytri höfninni.<ref>Heimsstyrjaldarárin á Íslandi (bindi 1) : 56.</ref>
 
[[Mynd:Iceland invasion targets.png|thumb|leftright|Staðirnir sem Bretar lögðu mesta áherslu á að ná þegar þeir hernámu Ísland: [[Reykjavík]], [[Hafnarfjörður]] og [[Akureyri]], lendingarstaðir flugvéla á [[Sandskeið]]i, í [[Kaldaðarnes]]i og á [[Melgerðismelar|Melgerðismelum]] og hafnaraðstaðan í [[Hvalfjörður|Hvalfirði]].]]
Klukkan 3:40 var íslensku lögreglunni tilkynnt að bresk herskip hefðu lagt upp að gamla hafnarbakkanum í Reykjavík og var það Einar Arnald, fulltrúi lögreglustjóra, sem brást við fregnunum. Einar bjóst þegar til að fara út í herskipin og tilkynna þeim reglur landsins, en á meðan hann beið kom [[tundurspillir]] að hafnarbakkanum og út úr honum komu 746 alvopnaðir hermenn sem tóku stefnuna beint upp í bæ. Þegar þetta er að gerast er klukkan orðin fimm um morguninn og krafðist Einar að fá að vita hvað sé á seyði.<ref>Heimsstyrjaldarárin á Íslandi (bindi 1) : 56-57.</ref> Breski ræðismaðurinn John Bowernig neitaði að svara en seinna kom í ljós þegar Bretar dreifðu tilkynningu til Íslendinga og breskur sendiherra fór á fund með íslensku ríkisstjórninni sem mótmælti þessu broti á hlutleysi landsins. Tilkynning þessi var svo síðar um daginn lesin í útvarpinu ásamt því að forsætisráðherra flutti útvarpsávarp þar sem hann skýrði þjóðinni frá viðburðum dagsins. Bretar lögðu mikla áherslu á friðsamlega sambúð og var hermönnum skyldugt að koma vel fram við Íslendinga.
 
Lína 15 ⟶ 17:
 
== Aðdragandi og lifnaðarhættir ==
Aðdragandinn að hernámi Íslands var vægast sagt mjög stuttur, en þann 28. apríl ákváðu Bretar að hernema landið. Bretar vildu ekki hertaka landið en sáu sér engra annarar kosta völ þar sem þeir sáu ekki fram á að geta fengið Íslendinga í lið með sér um að koma upp bækistöðvum fyrir flugvélar breska flotans á Íslandi. Þessi stutti undirbúningur gerði það af verkum að margt var ekki eins og það átti að vera. Hermennirnir voru í lítilli þjálfun, margir mjög ungir og að prófa vopnin í fyrsta skipti á skotæfingum hér á landi. Margir urðu sjóveikir og er það í raun lán að ekki var veitt mikil mótspyrna hér á landi þegar Bretarnir gengu í land því ekki er hægt að vita hvernig það hefði orðið með þessa óþjálfuðu menn.<ref>Heimsstyrjaldarárin á Íslandi (bindi 1) : 52-53.</ref>
 
Um 2000 hermenn tóku þátt í hernámi Íslands og áttu mikið fleiri eftir að koma til landsins. Áttu hermenn Breta eftir að verða rúmlega 25.000 og var mikil vinna í vændum fyrir þá því íslendingar voru ekki færir um að veita 20.000 hermönnum húsnæði. Innflutningur á bröggum var hafinn um sumarið og voru fluttir yfir 20.000 braggar hingað til lands frá Bretlandi. Breskir hermenn og íslenskir verkamenn byrjuðu að setja saman braggana og í október voru flestir hermennirnir komnir með húsaskjól. Fljótlega hófst svo gerð flugvallar í [[Vatnsmýri]] í Reykjavík. Þetta var hluti af bretavinnunni og þeir sem fengu vinnu fengu greitt með einhvers konar ávísunum sem þeir fóru með til herforingja sem leystu þær út hjá herstöðinni.<ref>Heimsstyrjaldarárin á Íslandi (bindi 1) : 63.</ref>
Lína 52 ⟶ 54:
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3309840 ''Minningar frá hernámsárunum''] eftir Leif Sveinsson, birtist í Lesbók Morgunblaðsins 1992
 
[[Flokkur:HernámsárinÍsland áí Íslandiseinni heimsstyrjöld]]