Munur á milli breytinga „Vélbyssa“

m (Bot: Flyt 73 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q12800)
 
== Eldri gerðir ==
Ekki löngu eftir að algengt varð að útbúa fótgönguliða meðfótgönguliðum byssum komu fram hugmyndir af byssum sem gátu skotið mörgum skotum á stuttum tíma. Fyrstu byssurnar voru yfirleitt með mörgum hlaupum sem hvert um sig skaut álíka stóru skoti og fótgönguliðsbyssa. Þegar hleypt var af skutu byssurnar ýmist öllum skotunum í einum vettvangi eða í einni runu svo að erfitt var að stjórna skothríðinni og eftir að hleypt hafði verið af tók gríðarlangan tíma að hlaða upp á nýtt og auk þess voru vopnin álíka fyrirferðarmikil og léttar [[fallbyssa|fallbyssur]]. Þegar komið var fram á 19. öld fór að koma fram meiri áhugi á vopnum sem gátu, í stað þess að senda eina skothrinu, skotið og hlaðið sig jafnóðum svo að hægt var að skjóta jafnri skothrinu í nokkurn tíma. Nokkrar gerðir af slkíkum vopnum voru reyndar, og voru flestar handknúnar og óáreiðanlegar.
 
Einna best reyndusk svokallaðar [[gatlingbyssa|gatlingbyssur]] sem höfðu nokkur hlaup á sívalningi sem var snúið með handsveif og skaut og hlóð sig jafnóðum í snúningnum. Meðan enn var notast við [[svart púður]] safnuðust fljótt upp óhreinindi í byssunum svo þær brugðust oft þegar þau söfnuðust upp. Þegar nýar gerðir púðurs sem skildu eftir mun minni óhreinindi komu fram seint á 19.öld var hægt að bæta áreiðanleika þessara vopna en þá komu líka fljótlega fram [[Maxim-vélbyssa|Maximvélbyssur]] sem voru fyrsta útbreidda tegund vélbyssa sem notaði bakslag af síðasta skoti til að hlaða nýju í. Þær voru vatnskældar og fyrirferðarmiklar, en gátu haldið áfram að skjóta áreiðanlega í langan tíma og reyndust eitt af skæðustu vopnum fyrri heimsstyrjaldar.
Óskráður notandi