„Mínóísk menning“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Mínóísk menning''' eða '''Krítarmenningin''' var menningarsamfélag á eynni [[Krít (eyja)|Krít]] á [[Eyjahaf]]i. Tími mínóískrar menningar nær aftur til um [[7000 f.Kr.]] en blómstraði einkum á tímabilinu frá [[2700 f.Kr.]] til [[1450 f.Kr.]] þegar [[Mýkenumenning]]in varð ríkjandi á svæðinu. Mínóísk menning var [[Bronsöld|bronsaldarmenning]]. Bronsaldarsamfélög við [[Miðjarðarhaf]]ið áttu mikil samskipti sín á milli og því er stundum erfitt að greina að hvaða marki mínóísk menning varð fyrir áhrifum frá nágrönnum sínum og höfðu áhrif á þá. Mínóískri menningu er oft lýst sem [[mæðraveldi]].
 
Hugtakið „míníósk„mínóísk menning“ bjó til [[Bretland|breski]] [[fornleifafræðingur]]inn Sir [[Arthur Evans]]. Það vísar til Mínosar konungs í [[Grísk goðafræði|grískri goðafræði]], sem lét byggja mikið völundarhús á Krít. Evans taldi sig hafa fundið það í [[Knossos]].
 
== Byggingarlist ==
Mínóar reistu margar fagrar [[höll|hallir]] úr [[kalksteinn|kalksteinum]] og [[sandsteinn|sandsteinum]]. Elstu hallirnar voru líkast til reistar í lok frummínóskafrummínóíska tímabilsins. Hallirnar voru afar glæstar, þær eldri voru gjarna U-laga, aðeins á einni hæð, með stóru torgi í miðjunni en þær voru þó mun minni en seinni tíma hallirnar. Seinni tíma hallirnar voru stærri og höfðu múr úr sandsteini á vesturhliðinni. Höll Mínosar í Knossos er líklega eitt þekktasta dæmið um seinni tíma hallir mínóaMínóa, byggð á miðmínóskamiðmínóíska tímanum en uppgötvuð í kringum aldamótin [[1900]] af breska fornleifafræðingnum Sir Arthur Evans. Annað merkilegt við byggingarlist mínóa eru hinar svokölluðu „öfugu“ [[súla|súlur]]. Þetta voru súlur úr viði, víðar að ofan en mjóar að neðan og gjarna málaðar rauðar.
 
== Myndlist ==