„Kynvitund“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
YurikBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: ca:Identitat sexual
Torfason (spjall | framlög)
Flokkun og greinaskil
Lína 1:
{{Athygli|Hér þarf að taka mikið til hvað varðar tengla, uppsetningu texta og málfar.}}
Kynsamsemd er ein af grunnstoðum persónuleikans og vísar til þess hvort einstaklingurinn telji sig vera karlkyns eða kvenkyns (ath. þroska). Hugtakið vísar þannig yfirleitt til þeirrar skoðunar sem og hegðunar sem fólk sýnir og sem er einkennandi fyrir annað hvort kynið. Börn verða meðvituð um það á unga aldri hvoru kyninu þau tilheyra og eftir það er afskaplega erfitt að breyta kynsamsemd þeirra. Það er nauðsynlegt að átta sig á því að kynsamsemd hefur ekkert að gera með kynlöngun þar sem kynlöngun vísar til þess hvoru kyninu einstklingurinn laðast að en kynsamsemd hvoru kyninu einstaklingurinn tilheyrir.
 
Kynsamsemd ræðst af mörgu. Það sem hefur áhrif á hana er sennilega líkamlegur þroski, félagslegt umhverfi og hormónar sem hafa áhrif á líkamann. Kynsamsemd tengist líkamlegu útliti, löngunum og því hvoru kyninu viðkomandi telur sig tilheyra.
 
Lína 9 ⟶ 10:
 
Kynsamsemdarröskun í fullorðnum getur verið tvenns konar: Kynskiptingar og samkynsemdarröskun á kynskipta. Kynskiptingar upplifa mikla þörf til að breyta líkama sínum í líkama hins kynsins. Tölur um kynskiptinga eru lágar. Tölur benda til þess að einn af hverjum 30.000 körlum og ein af hverjum 100.000 konum í sumum löndum Evrópu óski eftir kynskiptiaðgerð. Hins vegar er mikill ágreiningur um það hvort þessar tölur séu réttar.
 
Kynskiptingur er sá sem lætur breyta kyni sínu, með hormónameðferð og skurðaðgerð á kynfærum. Karlar sem láta breyta sér í konu taka estrógen sem m.a. veldur því að brjóstin stækka og breyting verður á líkamsfitu. Konur sem láta breyta sér í karla taka andrógen sem veldur minnkun brjósta, stækkun snípsins, auknum vexti líkams- og andlitshára og breytingu á líkamsfitu. Með skurðaðgerð er kynfærum einstaklinganna svo breytt og er mun auðveldara að breyta kynfærum karls í kynfæri konu en öfugt. M.a. getur kona sem hefur látið breyta sér í karl ekki fengið reisn án hjálpar. Að sjálfsögðu eru bæði kynin ófrjó eftir kynaðgerð.
 
Þrátt fyrir að kynskiptiaðgerð sé flókin er hún það ekki eina sem taka þarf tillit til þegar einstaklingur óskar eftir kynskiptiaðgerð.
 
Margir þeir sem óska eftir kynskiptiaðgerð eiga við geðræn vandamál að stríða. Því verður læknir að meta hvert tilfelli fyrir sig til að ákvarða hvort kynskiptiaðgerð sé ákjósanleg. Mögulegt er að einstaklingur hafi of háar væntingar til aðgerðarinnar og telji hana leysa fleiri vandamál en henni er mögulegt. Jafnvel eftir að ákvörðun hefur verið tekin um að skipta um kyn einstaklingsins þarf að huga að mörgu. Ástæða þess er einföld: Eftir að einstaklingurinn hefur skipt um kyn getur hann ekki snúið við, þ.e. aðgerðin er óbreytanleg. Flestir sérfræðingar gera þá kröfu að einstaklingur lifi í samfélaginu sem einstaklingur þess kyns sem hann vill breytast í í að minnsta kosti eitt ár fyrir aðgerðina og á meðan hann er í hormónameðferð.
 
Sumir sem gangast undir kynskiptiaðgerð iðrast þess. Það sýnir betur en nokkuð annað áhersluna á að heilbrigðir einstaklingar sem ekki gera sér of miklar vonir um áhrif aðgerðarinnar veljist til að skipta um kyn.
 
Einstaklingar með samkynsemdarröskun án kynskipta finna fyrir vanlíðan vegna eigin kyns þá finna þeir ekki til þarfar til að skipta um kyn. Þeir klæða sig hins vegar oft í föt hins kynsins, dagdraumar snúast oft um að þeir séu af hinu kyninu (án þess að þeir séu óánægðir með eigin kyn), og hegðun þeirra einkennist af hegðun hins kynsins, þar á meðal því að klæða sig í föt sem einkenna hitt kynið. Athugið að ekki er sama að hafa samkynsemdarröskun án kynskipta og vera klæðskiptingur.
 
[[Flokkur:Maðurinn]]
[[Flokkur:Heilsa]]
 
[[ca:Identitat sexual]]