Munur á milli breytinga „Bolungarvík“

150 bætum bætt við ,  fyrir 6 árum
ekkert breytingarágrip
 
== Staðhættir ==
[[Bolungarvíkurkaupstaður]] er nyrsta byggð við sunnanvert [[Ísafjarðardjúp]]. Handan Djúpsins blasa við [[Vébjarnarnúpur]], [[Jökulfirðir]] og [[Grænahlíð]]. Við austanverðan [[Bolungarvíkurkaupstaður|bæinn]] er mikil sandfjara sem nefnist Bolungarvíkursandur og nær hann að Ósánni sem stendur við sveitabæinn Ós. Víkin sem bærinn Bolungarvík stendur við er að mestu umlukin háum, bröttum og skriðurunnum fjöllum. Fjallið [[Ernir]] er fyrir miðri [[Bolungarvík|Víkinni]], en úr honum falla oft firnamikil [[snjóflóð]]. Norðan við hann er [[Tungudalur inn af Bolungarvík|Tungudalur]] og [[Hlíðardalur inn af Bolungarvík|Hlíðardalur]] gengur inn úr honum. Sunnan Ernis gengur [[Syðridalur inn af Bolungarvík|Syðridalur]], en í honum er [[Syðradalsvatn]].Bærinn Ós stendur undir [[Óshyrna|Óshyrnu]] sem er ysti hluti [[Óshlíð|Óshlíðar]] þar sem áður var samgönguleið Bolvíkinga. Í Óshyrnu er er þekktur strandklettur Þurðiður, en hann er kenndur er við landnámskonuna [[Þuríður sundafyllir|Þuríði sundafylli]]. Undir Óshyrnu er [[Ósvör]] en þaðan var mikið útræði áður fyrr. Nú er þar minjasafn.
 
== Saga ==
Óskráður notandi