„Blý“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 18:
 
== Sagan ==
Talið er að blý hafi verið notað af [[maður|mönnum]] frá því 3000 f.k.. Forn [[Rómverjar]] notuðu blý i vatnslagnir. Þess vegna er enska orðið fyrir pípara „plumber“ leitt af [[latína|latneska]] orðinu „plumbum“ sem þýðir blý. Á [[miðaldir|miðöldum]] varð blý notað í þök, [[koffort|kistur]], tanka og ræsi og í styttur og skraut. Blý var einnig notað í samskeyti á [[Ráðhúsið í Ulm|gluggaskreytingum]] í kirkjugluggum. Í dag er blý ekki mikið notað í þök lengur þar sem það er of dýrt og meira er notað af [[kopar]] og [[plast]]efnum eins og polythane, þar sem eituráhrif blýs eru orðin vel þekkt. Þó eru lög af blýi notuð innan í tanka með tærandi vökvum eins og [[sýra|sýru]] sem myndi éta sundur aðra [[málmur|málma]]. Þar sem blý er þyngri [[málmur]] en [[járn]] eða [[kopar]] er hann notaður til að gera suma hluti sem eiga að vera þungir en meigamega ekki taka mikið pláss svosem sökkla við [[veiðar]] og stígvél hjá köfurum. <ref>C. Kinder ''Preventing Lead Poisoning in Children'', "[http://www.yale.edu/ynhti/curriculum/units/1993/5/93.05.06.x.html#b]", ''Yale-New Haven Teachers Institute'', án dags.</ref>
 
Víngerðarmenn í forn [[Rómaveldi|Rómverska]] ríkinu vildu ekki nota neitt annað en blý í sín [[Verkfæri|áhöld]]. Þeir notuðu það til að kremja [[vínber]]. Þeir kröfðust þess að nota blý potta eða blý klædda [[kopar]] [[ketill|katla]], því þeir [[ryð]]guðu minna og töldu þá gefa betra [[Bragðskyn|bragð]]. Í [[Rómaveldi|Rómversku]] uppskriftabókinni Apician, sem hefur að geyma uppskriftir taldar frá 1-5. öld, eru fimmtungur hinna 450 uppskrifta bragðbættar með blýi. Fólk notaði frá [[miðaldir|miðöldum]] [[sýra|sýru]] frá blýi eða „blýsykrur“ eins og það var kallað sem sætuefni í mat eða vín. Blý var mikið notað í forna [[Rómaveldi]]nu. Var notað við lagnir og borðbúnað, skartgripi og smápeninga. Að lokum komu fram margar eiturverkanir á fólki og suma [[Rómaveldi|Rómverja]] grunaði að samband væri milli [[málmur|málmsins]] og veikindanna en [[Menning|menningin]] breyttist aldrei, og sumir [[Sagnfræði|sagnfræðingar]] trúa því að margir heldri borgara [[Róm]]ar hafi þjáðst af [[blýeitrun]]<ref>E. Sohn ''et al'', án dags, "[http://www.dartmouth.edu/~toxmetal/toxic-metals/more-metals/lead-history.html]", ''Dartmouth'',nóvember 2010.</ref>