„Háskólinn í Reykjavík“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Gudbjorgg (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Gudbjorgg (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 5:
Saga HR hefst með stofnun Tækniskóla Íslands árið 1964. Með tilvist hans var ætlað að brúa bilið milli iðnmenntunar og háskólanáms. Tækniskólinn var færður á háskólastig árið 2002 og tók þá upp nafnið Tækniháskóli Íslands. Þann 4. mars árið 2005 sameinuðust Tækniháskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík undir nafni Háskólans í Reykjavík. HR hafði verið starfræktur frá 4. september árið 1998 og var starfsemi hans byggð á Tölvuháskóla Verzlunarskóla Íslands (TVÍ) sem stofnaður var í janúar 1988. Háskólinn í Reykjavík var settur í fyrsta sinn undir nafninu Viðskiptaháskólinn í Reykjavík. TVÍ varð önnur tveggja deilda hins nýja háskóla. Í janúar árið 2000 var ákveðið að breyta nafni skólans í Háskólinn í Reykjavík þar sem gamla nafnið þótti ekki nógu lýsandi fyrir starfsemi skólans.
 
Haustið 2001 hófst MBA-nám við háskólann í samvinnu við háskóla beggja vegna Atlantshafsins. Haustið 2002 var lagadeild stofnuð. Árið 2005, við sameiningu Tækniháskólans og HR voru fjórar námsdeildir við háskólann; kennslufræði- og lýðheilsudeild, tækni- og verkfræðideild, viðskiptadeild og lagadeild. Haustið 2007 var fimmta deildin við HR stofnuð; tölvunarfræðideild en tölvunarfræðin sem var ein af stofndeildum skólans hafði þá um tveggja ára skeið verið innan tækni- og verkfræðideildar. Árið 2010 var starfsemi skólans flutt í húsnæði við Menntaveg 1 í Nauthólsvík. Starfsemi HR var það með komin öll undir eitt þak. Það sama ár var ákveðiðdeildum háskólans fækka deildum skólansfækkað úr fimm í fjórar og var kennslufræði- og lýðheilsudeild var lögð niður.
 
==Rannsóknir==
Lína 12:
==Kennsla==
Áhersla er lögð á fjölbreyttar kennslu- og námsmatsaðferðir, raunhæf verkefni, virka þátttöku nemenda og tengsl námsins við atvinnulíf og samfélag. Náminu í HR er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni hugsun og sjálfstæðum vinnubrögðum. Kennslumat er lagt fyrir í öllum námskeiðum tvisvar á önn og árlega fer fram frammistöðumat þeirra starfsmanna sem sinna kennslu. Við háskólann starfar námsráð sem skipað er fulltrúum allra deilda og forstöðumanni kennslusviðs. Ráðið hefur m.a. það hlutverk að móta kennslustefnu og tryggja gæði kennslu. Auk þess starfa námsmatsnefndir í deildum sem móta stefnu í samræmi við heildarstefnu skólans.
 
==Áhrif==
Háskólinn í Reykjavík er í samstarfi við íslenska og erlenda háskóla og ýmsar opinberar stofnanir sem fást við menntun og rannsóknir. Háskólinn hefur þar að auki gert samstarfssamninga við fyrirtæki og félög sem styrkja enn frekar tengsl háskólans við atvinnulífið. Þetta samstarf styður við nýsköpun í menntun og rannsóknum. Þar að auki á HR í miklu og góðu samstarfi við grunnskóla og
framhaldsskóla með það að markmiði að auka áhuga ungs fólks á því að stunda háskólanám. Þetta er gert með kynningum kennara og nemenda eða með því að virkja unga frumkvöðla og uppfinningamenn í eigin verkefnum undir leiðsögn háskólakennara.
 
Nokkur „spin-outs“-fyrirtæki hafa verið stofnuð innan HR. Með þeim eru sköpuð verðmæti úr þeirri þekkingu sem verður til við rannsóknir og verkefnavinnu innan háskólasamfélagsins, til dæmis með því að skapa hátæknistörf. Fyrirtækjunum er komið á fót af nemendum og starfsmönnum háskólans með nauðsynlegum stuðningi HR. Dæmi um slík fyrirtæki eru Skema, fyrirtæki sem sérhæfir sig í forritunarkennslu barna og kennara, og Videntifier Technologies sem þróar leitarkerfi fyrir lögregluyfirvöld til að finna ólöglegt myndefni. HR er jafnframt virkur þátttakandi í fjölbreyttri þróun klasa og geira á Íslandi. Dæmi um slíka klasa eru Íslenski jarðvarmaklasinn, Ferðaþjónustuklasinn og Samband íslenskra leikjaframleiðenda.
 
==Skipulag og stjórnun==