„Háskólinn í Reykjavík“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Gudbjorgg (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Gudbjorgg (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 8:
 
==Rannsóknir==
Við Háskólann í Reykjavík er lögð áhersla á að stunda alþjóðlega viðurkenndar rannsóknir. Árlega er gert ítarlegt mat á rannsóknarvirkni allra akademískra starfsmanna með rannsóknarskyldu við háskólann af fjögurra manna nefnd erlendra sérfræðinga. Helstu viðmið í þessu árlega mati eru birtingar á ritrýndum vettvangi, önnur rannsóknarstörf svo sem leiðbeiningar rannsóknarnema, þátttaka í alþjóðlegu rannsóknarstarfi og öflun rannsóknarfjár úr samkeppnissjóðum. Niðurstaða matsins er einnig lögð til grundvallar við skiptingu rannsóknarframlags ríkisins á milli deilda háskólans. Rannsóknarráð HR hefur yfirumsjón og ber ábyrgð á matinu en matið er mikilvægur þáttur í gæðaeftirliti rannsókna við skólannháskólann.
 
==Kennsla==
Áhersla er lögð á fjölbreyttar kennslu- og námsmatsaðferðir, raunhæf verkefni, virka þátttöku nemenda og tengsl námsins við atvinnulíf og samfélag. Náminu í HR er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni hugsun og sjálfstæðum vinnubrögðum. Kennslumat er lagt fyrir í öllum námskeiðum tvisvar á önn og árlega fer fram frammistöðumat þeirra starfsmanna sem sinna kennslu. Við háskólann starfar námsráð sem skipað er fulltrúum allra deilda og forstöðumanni kennslusviðs. Ráðið hefur m.a. það hlutverk að móta kennslustefnu og tryggja gæði kennslu. Auk þess starfa námsmatsnefndir í deildum sem móta stefnu í samræmi við heildarstefnu skólans.
 
==Skipulag og stjórnun==