„Fælni“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 56 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q175854
Xqbot (spjall | framlög)
m Vélmenni: sv:Fobi er úrvalsgrein; útlitsbreytingar
Lína 1:
'''Fælni''' eða '''fóbía''' (af [[gríska]] orðinu yfir [[ótti|ótta]], φόβος (fobos)) er [[kvíðaröskun]] sem lýsir sér í [[rök|órökréttri]] [[hræðsla|hræðslu]] við tiltekið fyrirbæri. Í [[kóngulóafælni]] er viðkomandi t.d. hræddur við [[kónguló|kóngulær]].
 
== Myndun ==
Nokkrar deilur hafa staðið um hvernig fælni myndast. Helstu hugmyndirnar eru fjórar, eða að fælni:
* verði til með [[skilyrðing|skilyrðingu]]u, svo sem [[klassísk skilyrðing|klassískri skilyrðingu]]. Í þessu felst að það sem fælnin beinist að hafi í fortíðinni parast við eitthvað sem vekur með fólki ótta af náttúrunnar hendi (svo sem sársauka eða skerandi hljóð), og fari því að vekja sömu óttaviðbrögð.
* verði til með [[herminám|herminámi]]i eða [[óbeinni skilyrðingu]], þar sem fólk lærir að hræðast það sem aðrir hræðast.
* verði til með [[upplýsinganám|upplýsinganámi]]i, þar sem upplýsingar um að eitthvað beri að varast eða sé hættulegt leiði til fælni sem beinist að því.
* sé annað hvort meðfædd, eða að hæfileikinn til að óttast sumt meira en annað sé meðfæddur.
 
== Flokkun ==
Í [[DSM-IV]], flokkunarkerfi fyrir geðraskanir, er fælni flokkuð í þrjá undirflokka, eða [[víðáttufælni]], [[félagsfælni]] og [[afmörkuð fælni|afmarkaða fælni]]. Afmörkuð fælni skiptist svo aftur í fernt, eða í [[dýrafælni]], [[náttúrufælni]], [[aðstæðubundin fælni|aðstæðubundna fælni]] og [[blóðfælni]].
 
== Meðferð ==
Algengasta og áhrifaríkasta meðferðin við fælni er [[atferlismeðferð]]. Meðal aðferða sem notaðar eru í atferlismeðferð eru kerfisbundin ónæming, hermun (e. modeling) og flæði (e. flooding). Einnig er stundum notast við [[hugræna meðferð]] og [[lyfjameðferð]].
 
Lína 22:
[[Kvíðastillandi lyf]] geta dregið úr kvíða og hræðslu hjá fólki með fælni, en áhrifin eru ekki langvarandi. Atferlismeðferð virðist aftur á móti hjálpa fólki að losna við fælni til frambúðar.
 
== Heimild ==
 
* [http://www.aboutphobias.com About phobias]
* [http://visindavefur.hi.is Vísindavefurinn]
{{Tengill ÚG|sv}}
 
[[Flokkur:Geðröskun]]