„Thomas Mann“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Xqbot (spjall | framlög)
m Vélmenni: he:תומאס מאן er úrvalsgrein; útlitsbreytingar
Lína 2:
'''Paul Thomas Mann''' ([[6. júní]] [[1875]] — [[12. ágúst]] [[1955]]) var [[Þýskaland|þýskur]] [[rithöfundur]] sem einkum er þekktur fyrir langar [[skáldsaga|skáldsögur]] sem innihalda greiningu og [[háðsádeila|háðsádeilu]] á [[þýskaland|þýskt samfélag]]. Mann flýði land eftir valdatöku [[nasismi|nasista]] í Þýskalandi og var einn af helstu gagnrýnendum [[Þriðja ríkið|Þriðja ríkisins]]. Hann fékk [[Nóbelsverðlaun í bókmenntum]] árið [[1929]] fyrir ''Buddenbrooks'' sem var fyrsta skáldsaga hans.
 
== Æviágrip ==
Thomas Mann fæddist í [[Lübeck]] í eina af betri fjölskyldum borgarinnar. Eftir dauða föður síns hætti Thomas námi og flutti ásamt móður sinni og systkinum til [[München]] þar sem hann bjó fram til [[1933]]. Hann vann fyrst á skrifstofu tryggingafélags en frá 21 árs aldri fékkst hann nær eingöngu við ritstörf. Hann skrifaði smásögur og greinar í tímarit en öðlaðist fyrst frægð með skáldsögunni ''Buddenbrooks'' ([[1901]]). Bókin byggist að miklu leyti á sögu Mann-fjölskyldunnar og barnæsku höfundarins.
 
Mann giftist Katia Pringsheim árið [[1905]] og átti með henni sex börn. Dagbækur hans benda til þess að hann hafi verið [[samkynhneigð]]ur en hann átti aldrei í sambandi með öðrum karlmanni. Mann lifði rólegu fjölskyldulífi næstu árin þrátt fyrir umrót í Þýskalandi, [[Fyrri heimsstyrjöldin|heimsstyrjöld]] og stofnun [[Weimar-lýðveldið|Weimar-lýðveldisins]] sem Mann studdi opinberlega. Hann skrifaði ''Töfrafjallið'' (''Der Zauberberg'') á árunum [[1913]]-[[1924]].
Lína 9:
Þegar [[nasismi|nasistum]] óx ásmegin í Þýskalandi hélt Mann ýmsar ræður gegn stefnu þeirra sem hann taldi villimannslega og ósamrýmanlega menningarþjóð eins og þeirri þýsku. Frægust er líklega ''Appell an die Vernunft'' sem hann hélt í október 1930. Eftir valdatöku þeirra flýði hann land ásamt fjölskyldu sinni. Hann bjó á ýmsum stöðum í Evrópu, einkum þó í [[Sviss]], og flutti síðan til [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]] árið 1938. Þar kenndi hann við [[Princeton-háskóli|Princeton-háskóla]]. Á tímum [[Seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjaldarinnar]] vann hann í ýmsum nefndum sem aðstoðuðu evrópska flóttamenn. Hann tók einnig upp stuttar tölur sem beindust gegn [[Hitler]] og [[Þriðja ríkið|Þriðja ríkinu]] og var útvarpað af [[BBC]], meðal annars í Þýskalandi í óþökk þarlendra stjórnvalda. Mann vann í fjórleiknum ''Joseph und seine Brüder'' á þessum árum og skrifaði enn fremur skáldsöguna ''Lotte in Weimar'' ([[1939]]) sem fjallar um [[Johann Wolfgang von Goethe]].
 
Mann varð fyrir vonbrigðum með þá stefnu sem bandarískt samfélag tók eftir seinni heimsstyrjöldina (sjá [[McCarthyismi]]). Árið [[1952]] flutti hann aftur til Sviss eftir að hafa verið sakaður um fylgispekt við [[Stalín]] í [[fulltrúadeild Bandaríkjaþings]]. Hann bjó í þorpinu [[Kilchberg]] til dauðadags. Síðustu verk hans voru ''Doktor Fástus'' ([[1947]]) og ''Der Erwählte'' ([[1951]]). Thomas Mann lést vegna [[æðakölkun]]ar í ágúst [[1955]].
 
== Tenglar ==
Lína 20:
 
{{Nóbelsverðlaun í bókmenntum}}
{{Tengill ÚG|he}}
 
[[Flokkur:Þýskir rithöfundar|Mann, Thomas]]