„Amsterdam“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 169 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q727
Xqbot (spjall | framlög)
m Vélmenni: zh:阿姆斯特丹 er gæðagrein; útlitsbreytingar
Lína 75:
 
== Frægustu börn borgarinnar ==
* ([[1632]]) [[Baruch de Spinoza]] heimspekingur
* ([[1638]]) [[Meindert Hobbema]] landslagsmálari
* ([[1888]]) [[Fritz Zernicke]], eðlisfræðingur og [[Nóbelsverlaun í eðlisfræði|Nóbelsverðlaunahafi í eðlisfræði]]
* ([[1901]]) [[Max Euwe]], fyrrum heimsmeistari í [[skák]] og forseti [[Alþjóða skáksambandið|alþjóða skáksambandsins]] (FIDE)
* ([[1923]]) Alfred Heineken, bjórframleiðandi og erfingi samnefndrar samsteypu
* ([[1933]]) [[Paul Josef Crutzen]], [[veðurfræði]]ngur og [[Nóbelsverðlaun í efnafræði|Nóbelsverðlaunahafi í efnafræði]]
* ([[1938]]) [[Paul Verhoeven]], kvikmyndaleikstjóri (RoboCop, Basic Instinct, Starship Troopers)
* ([[1944]]) [[Jeroen Krabbé]], kvikmyndaleikstjóri
* ([[1947]]) [[Johan Cruyff]] knattspyrnumaður og þjálfari
* ([[1948]]) [[Jaap de Hoop Scheffer]], aðalframkvæmdarstjóri [[NATO]]
* ([[1951]]) [[Louis van Gaal]] knattspyrnuþjálfari
* ([[1951]]) [[Jan Timman]] stórmeistari í skák
* ([[1962]]) [[Ruud Gullit]] knattspyrnumaður og þjálfari
* ([[1962]]) [[Frank Rijkaard]] knattspyrnumaður og þjálfari
* ([[1969]]) [[Dennis Bergkamp]] knattspyrnumaður
* ([[1976]]) [[Patrick Kluivert]] knattspyrnumaður
* ([[1986]]) [[Ryan Babel]] knattspyrnumaður
 
== Söfn ==
[[Mynd:NEMO and area.jpg|thumb|Vísindasafnið NEMO er eins og skipsstefni í laginu]]
* [[Rijksmuseum]] er ríkissafn Hollands í Amsterdam. Það hefur að geyma talsvert af málverkum hollensku meistaranna, þar á meðal eftir [[Rembrandt]], [[Frans Hals]], [[Jan Vermeer]], [[Jan Steen]] og fleiri.
* [[Van Gogh safnið í Amsterdam|Van Gogh safnið]] er listasafn í borginni helgað málaranum [[Vincent van Gogh]]. Þar eru mörg verk meistarans geymd til sýnis, en einnig eru þar myndir eftir aðra málara, s.s. [[Édouard Manet]], [[Claude Monet]], [[Paul Gauguin]] og fleiri.
* [[Anne Frank hús]] er verksmiðjuhúsið þar sem fjölskylda Önnu Frank ásamt nokkrum einstaklingum földu sig í tvö ár fyrir nasistum 1942-44 í heimstyrjöldinni síðari, þar til þau uppgötvuðust og voru send í útrýmingarbúðir. [[1960]] var húsinu breytt í safn sem er gríðarlega vinsælt.
* NEMO er vísindasafn í Amsterdam og líkist helst stefni á skipi. Húsið var reist [[1997]] og inniheldur muni og gjörninga á vísindasviðinu á fjórum hæðum. Aðall safnsins er að hægt er að snerta muni og taka þátt í tilraunum.
 
== Byggingar og kennileiti ==
[[Mynd:Amsterdam oude kerk2.jpg|thumb|Oude Kerk er elsta kirkjan í Amsterdam]]
* '''Oude Kerk''' (Gamla kirkja) er elsta nústandandi kirkja í Amsterdam. Hún var vígð [[1306]]. Þakið er stærsta viðarkirkjuþak Evrópu frá [[Miðaldir|miðöldum]], sem gerir hljómburðinn einstaklega góðan. Gólfið er að öllu leyti gert úr grafsteinum, enda var kirkjan reist á kirkjugarði. Innan veggja kirkjunnar var haldið áfram að grafa fólk allt til [[1865]]. Þar eru nú 2.500 grafir. Málarinn Rembrandt var tíður gestur í kirkjunni og öll börn hans voru skírð þar. Þar er einnig eiginkona hans grafin, Saskia van Uylenburgh. Kirkjan er bæði notuð fyrir guðsþjónustur og aðrar veraldlegar samkomur.
* '''Nieuwe kerk''' (Nýja kirkja) er einnig í miðborginni og er frá [[15. öldin|15. öld]]. Hún var vígð [[María mey|heilagri Maríu]] og [[Heilög Katarína|heilagri Katarínu]]. Nokkru sinni skemmdist hún töluvert í eldsvoðum, síðast [[1645]]. Í dag er hún ekki lengur í notkun fyrir guðsþjónustur, heldur fyrir veraldlega viðburði og orgeltónleika. Síðan [[1814]] er Oude Kerk krýningarkirkja hollensku konungsættarinnar og þar eru einnig haldnar giftingar. Síðast var [[Beatrix Hollandsdrottning|Beatrix drottning]] krýnd í kirkjunni [[1980]]. Krónprins Willem-Alexander og prinsessa Maxima voru gefin í hjónaband þar [[2002]]. Í kirkjunni eru einnig grafreitir þekktra persóna. Þar hvíla meðal annars skáldið Joost van den Vondel og Ruyter aðmíráll.
* '''Konungshöllin í Amsterdam''' er einn af þremur slíkum sem konungsfjölskyldan hefur til umráða í landinu. Höllin stendur á aðaltorginu í miðborginni. Hún var reist [[1648]]-[[1655|55]] og stendur á 13.659 trjábolum. Málararnir Rembrandt og [[Ferdinand Bol]] eiga veggmyndir í húsinu. Húsið var hins vegar reist sem ráðhús og þjónaði sem slíkt þar til Loðvík Bonaparte (bróðir Napoleons) settist að í því [[1806]] og ríkti sem konungur yfir Hollandi í 4 ár. Að honum förnum var húsið aftur notað sem ráðhús, en aðeins í skamman tíma, því fyrsti konungurinn eftir Napoelonstímann, Vilhjálmur I, settist að í því og gerði það að konungshöll sem það er enn í dag.
* '''Waag''' (Vogarhús) er gamalt virki og er meðal síðustu leifar af gamla borgarmúrnum sem eitt sinn var borginni til varnaðar. Það var reist [[1488]] sem borgarhlið og kallaðist þá Sint Anthonienspoort (''Hlið heilags Antoníusar''). Þegar borgarmúrinn var rifinn seint á [[16. öldin|16. öld]] myndaðist stór markaður í kringum þetta hlið, með alls konar vogum. Því breyttist heiti virkisins í Waag, sem merkir vog. Í dag er ICT-rannsókarstofnunin með aðstöðu í húsinu og á jarðhæð er veitingahús.
* '''Munttoren''' (eða bara Munt) er gamall turn í borginni og var hluti af Regulierspoort, gömlu borgarhliði sem nú er horfið. Turnarnir voru upphaflega tveir og voru reistir [[1480]]-[[1487|87]] ásamt hliðinu sem þeir voru hluti af. Hliðið og annar turninn brann í eldsvoða [[1618]]. Núverandi turn skemmdist líka eitthvað í eldinum, en var endurbyggður í endurreisnarstíl [[1619]]-[[1620|20]] ásamt klukkum. Heitið er til komið [[1672]], er bæði [[England]] og [[Frakkland]] lýstu stríði á hendur Hollendingum og Frakkar hertóku landsvæði í suðri. Þá var ekki hægt að flytja mynt frá sláttunum í [[Utrecht]] og [[Enkhuizen]], heldur varð að slá mynt tímabundið í þessum turni. Munttoren merkir myntturn.
* '''Begínuhverfið''' liggur í miðborg Amsterdam. Það var trúlega reist á [[14. öldin|14. öld]], en heimildir um það eru týndar. Mörg húsanna eru orðin mjög gömul, en eitt þeirra frá [[1528]] er elsta viðarhús Hollands sem enn stendur. [[Begínur|Begínunum]] fækkaði mikið með tímanum. Sú síðasta sem bjó í hverfinu lést [[1971]]. Í dag eru húsin almennar íbúðir.
 
<gallery>
Lína 129:
 
{{Tengill GG|da}}
{{Tengill GG|zh}}