„Heimspeki“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Xqbot (spjall | framlög)
m Vélmenni: yo:Ìmòye er gæðagrein; útlitsbreytingar
Lína 17:
 
== Skilgreining ==
Það hefur reynst afar erfitt að finna skilgreiningu á heimspeki vegna þess hve margvíslegar hugmyndir hafa verið kallaðar heimspeki. Eigi að síður má reyna að lýsa einkennum hennar að einhverju marki. ''Penguin Dictionary of Philosophy'' skilgreinir heimspeki sem rannsókn á „almennustu og mestu grundvallarhugtökum og -lögmálum sem eru fólgin í hugsun, athöfnum og raunveruleikanum“. ''Oxford Dictionary of Philosophy'' tekur í sama streng.<ref>Simon Blackburn, „Philosophy“ í ''The Oxford Dictionary of Philosophy'' (Oxford: Oxford University Press, 2008).</ref> ''Oxford Companion to Philosophy'' lýsir heimspeki meðal annars sem kerfisbundinni og gagnrýninni rökhugsun um eðli heimsins almennt, um réttmæti skoðana manns og breytni manns í lífinu.<ref>Lord Quinton, „Philosophy“ hjá Ted Honderich (ritstj.), ''The Oxford Companion to Philosophy'' (Oxford: Oxford University Press, 2005).</ref>
 
Flestir heimspekingar eru sammála um að aðferð heimspekinnar felst í rökrænni orðræðu, enda þótt sumir heimspekingar hafi dregið í efa að maðurinn sé fær um [[rökhugsun]], eins og henni er venjulega lýst.
Lína 29:
 
Sérhver undirgrein hefur sínar eigin grundvallarspurningar.
* [[Rökfræði]]n spyr: Hvernig greinum við á milli gildra og ógildra röksemdafærslna?
* [[Þekkingarfræði]]n spyr: Er þekking möguleg? Hvernig vitum við hvað við vitum?
* [[Siðfræði]]n spyr: Er munur á siðferðilega réttum og siðferðilega röngum athöfnum, gildum eða stofnunum? Hvaða athafnir eru réttar og hverjar eru rangar? Eru gildi algild eða afstæð? Hvernig er best að lifa lífinu? Er til staðlandi gildi sem er grundvöllur allra annarra gilda? Eru gildi 'í' heiminum (eins og stólar og borð) og ef ekki, hvaða skilningi eigum við að skilja [[verufræði]]lega stöðu þeirra?
Lína 148:
[[John Locke]]<ref>Um Locke, sjá John Dunn, ''Locke: A Very Short Introduction'' (Oxford: Oxford University Press, 1984); E.J. Lowe, ''Locke'' (London: Routledge, 2005) og Vere Chappell (ritstj.), ''The Cambridge Companion to Locke'' (Cambridge: Cambridge University Press, 1994). Einnig: [http://plato.stanford.edu/entries/locke/ „John Locke“] hjá ''[[Stanford Encyclopedia of Philosophy]]''.</ref> (1632 – 1704) brást við vinsældum rökhyggjunnar í bók sinni ''[[An Essay Concerning Human Understanding]]'', sem kom út árið 1689. Þar setti hann fram einhvers konar [[frumspekileg náttúruhyggja|náttúruhyggju]] á grundvelli vísindalögmála. Rit [[David Hume|Davids Hume]], ''[[A Treatise of Human Nature]]'', (1739 – 1740) sameinaði náttúruhyggju anda [[Efahyggja|efahyggjunnar]] og þessi tvö stef saman sameinuðu þá hefð innan heimspekinnar sem varð þekkt undir nafninu [[raunhyggja]].<ref>Sjá [http://plato.stanford.edu/entries/rationalism-empiricism/ „Rationalism vs Empiricism“] hjá ''[[Stanford Encyclopedia of Philosophy]]''.</ref> Aðrir merkir raunhyggjumenn voru [[Thomas Hobbes]] og [[George Berkeley]].
 
Til einföldunar er stundum sagt að deilan milli rökhyggju- og raunhyggjumanna hafi öðru fremur snúist um spurninguna hvort fólk hefði einhverjar svonefndar „[[áskapaðar hugmyndir]]“ eða ekki. Raunhyggjumenn svöruðu þeirri spurningun neitandi en rökhyggjumenn játandi. Spurningin hefur vaknað á ný í öðrum búningi í kjölfar kenninga [[Bandaríkin|bandaríska]] [[Málvísindi|málvísindamannsins]] [[Noam Chomsky|Noams Chomsky]].
 
Á [[17. öld|17.]] og [[18. öld]] fór trúarleg heimspeki ekki með stórt hlutverk í togstreitu veraldlegrar heimspeki, enda þótt fræg tilraun Berkeleys til að hrekja kenningar [[Isaac Newton|Isaacs Newton]] sé undantekning. Meðal áhrifamikilla trúarlegra hugsuða þessa tíma voru [[Blaise Pascal]], [[Joseph Butler]] og [[Jonathan Edwards]]. Meðal annarra mikilvægra höfunda, sem passa ekki í þessi mót, voru [[Jean-Jacques Rousseau]] og [[Edmund Burke]]. Þessir einstaklingar eru forboði um þá aðgreiningu og sérhæfingu á ólíkum sviðum heimspekinnar sem átti sér stað á tuttugustu öld.
Lína 157:
==== Kant og Kóperníkusarbyltingin í heimspeki ====
[[Mynd:Immanuel Kant (painted portrait).jpg|105px|thumb|left|[[Immanuel Kant]] (1724 – 1804)]]
[[Immanuel Kant]]<ref>[http://plato.stanford.edu/entries/kant-development/ „Kant's Philosophical Development“] hjá ''[[Stanford Encyclopedia of Philosophy]]''. Sjá einnig [[Roger Scruton]], ''Kant: A Very Short Introduction'' (Oxford: Oxford University Press, 2001) og Paul Guyer (ritstj.), ''The Cambridge Companion to Kant'' (Cambridge: Cambridge University Press, 1992).</ref> samdi rit sitt ''[[Gagnrýni hreinnar skynsemi]]'' (''Kritik der reinen Vernunft'') (1781, 2. útg. 1787) til þess að reyna að sætta raunhyggju og rökhyggju og veita nýjan grundvöll til rannsókna í frumspeki. Sjálfur sagði Kant að rit Humes hefði vakið sig af kreddublundi. Ætlun Kants með þessu verki var að líta á hvað við vitum og íhuga síðan hvað hlyti að vera satt um hvernig við vitum það. Stór hluti þessa verkefnis fólst í að afhjúpa takmörk mannlegrar þekkingar. Kant tók [[Evklíð]] sér til fyrirmyndar en játaði að endingu að hrein skynsemi nægði ekki til að uppgötva öll sannindi. [[Johann Gottlieb Fichte]], [[Friedrich Wilhelm Joseph von Schelling|Friedrich Schelling]] og [[Arthur Schopenhauer]] héldu starfi Kants að einhverju leyti áfram.
 
==== Heimspeki 19. aldar ====
Lína 164:
 
===== Þýska hughyggjan =====
Heimspeki Kants, sem er nefnd [[forskilvitleg hughyggja]], varð seinna sértækari og almennari, í höndunum á [[Þýsk hughyggja|þýsku hughyggjumönnunum]]. Þýsk hughyggja náði vinsældum í kjölfarið á útgáfu [[Georg Wilhelm Friedrich Hegel|G.W.F. Hegels]] á ''[[Fyrirbærafræði andans]]'' (''Phänomenologie des Geistes'') árið [[1807]]. Í ritinu heldur Hegel því fram að markmið heimspekinnar sé að koma auga á mótsagnirnar sem blasa við í mannlegri reynslu (sem verða til, meðal annars, vegna þess að menn viðurkenna bæði að sjálfið sé virkt, huglægt vitni og óvirkur hlutur í heiminum) og að losa okkur við þessar mótsagnir með því að samræma þær. Hegel sagði að sérhver staða (thesis) skapaði eigin andstöðu (antithesis) og að úr þeim tveimur yrði til niðurstaða (synthesis), ferli sem er þekkt sem „hegelsk [[þrátt]]“. Meðal heimspekinga í hegelsku hefðinni eru [[Ludwig Andreas Feuerbach]] og [[Karl Marx]].
 
===== Aðrir straumar í heimspeki 19. aldar =====
Lína 209:
Um miðja 20. öldina var ekki ríkjandi samkomulag í Ameríku og Bretlandi um einhverja eina meginhugmynd í heimspeki, líkt og áður hafði verið en almenna heimspekilega aðferð má greina í þeirri heimspeki sem þar var stunduð á þeim tíma. Árið [[1921]] gaf [[Ludwig Wittgenstein]] út bókina ''[[Rökfræðileg ritgerð um heimspeki]]'' (''Tractatus Logico-Philosophicus'').<ref>Sjá [[G.E.M. Anscombe]], ''An Introduction to Wittgenstein's Tractatus: Themes in the Philosophy of Wittgenstein'' (South Bend: St. Augustine's Press, 1971).</ref> [[Heimspeki hversdagsmáls]] varð til sem viðbragð við þessari bók og var haldið á lofti af [[Gilbert Ryle]], [[J.L. Austin]] og nokkrum öðrum. Þeir heimspekingar sem aðhylltust heimspeki hversdagsmáls áttu mörg almenn viðhorf sameiginleg með ýmsum eldri heimspekingum (til dæmis [[Jeremy Bentham]], [[Ralph Waldo Emerson]] og [[John Stuart Mill]]) og var sá rannsóknarvettvangur sem einkenndi heimspeki í [[Enska|enskumælandi]] löndum á síðari hluta aldarinnar. Þeir gerðu ráð fyrir að gátur á einu sviði heimspekinnar væri hægt að leysa óháð gátum á öðrum sviðum heimspekinnar. Heimspekin er því ekki sameinuð heild, heldur mengi óskyldra vandamála. Meðal merkra heimspekinga sem hafa fallist á þetta almenna viðhorf að einhverju eða öllu leyti eru [[P.F. Strawson]], [[Donald Davidson]], [[Hilary Putnam]], [[John Rawls]], [[Noam Chomsky]] og meginlandsheimspekingurinn [[Mikhail Bakhtin]].<ref>Um Strawson, sjá ''Clifford Brown, ''Peter Strawson'' (McGill-Queen's University Press, 2006); um Donald Davidson, sjá Marc A. Joseph, ''Donald Davidson'' (McGill-Queen's University Press, 2004).</ref>
 
Ýmis teikn eru á lofti um að yfirvofandi sé umbreyting í heimspeki í enskumælandi löndum. Á grundvelli athugasemda um iðkun heimspekinnar sem Wittgenstein gerði í síðara stóra riti sínu, ''[[Rannsóknir í heimspeki|Rannsóknum í heimspeki]]'' (''Philosophische Untersuchungen'') (1953), þar sem hann bendir á að góð nálgun við heimspeki hljóti sjálf að vera byggð á nákvæmum athugunum á [[merking]]u máls, hefur nýr hópur heimspekinga tekið upp á sína arma aðferðafræðilega efahyggju. Þessa verður meðal annars vart í verkum [[W.V.O. Quine]] og [[Wilfrid Sellars|Wilfrids Sellars]] sem sameinast um [[Frumspekileg náttúruhyggja|náttúruhyggju]], [[Heildarhyggja|heildarhyggju]] (í andstöðu við megnið af því sem telst til rökgreiningarheimspeki), [[verkhyggju]] og afneitun [[Hluthyggja|hluthyggju]] í anda [[Platon]]s.<ref>Um Quine, sjá Alex Orenstein, ''W.V. Quine'' (Princeton: Princeton University Press, 2002). Um Sellars, sjá Willem A. deVries, ''Wilfred Sellars'' (McGill-Queen's University Press, 2005).</ref>
 
== Rökgreiningarheimspeki og meginlandsheimspeki ==
Lína 222:
Meginlandsheimspekin, í höndunum á fyrirbærafræðingum á borð við [[Edmund Husserl]] og [[Maurice Merleau-Ponty]], þróaðist í aðra átt vegna áhuga síns á [[meðvitund]]inni. Viðhorf sem liggur þessum skóla hugsunar til grundvallar er að hugræn fyrirbæri hljóti að hafa [[íbyggni]]: Þau beinast að hlutum sem eru utan við og óháðir huganum sjálfum. Þannig er atlaga að kartesísku tvíhyggjunni um hugveru og hlutveru mikilvægt stef í fyrirbærafræði.
 
En þessu viðhorfi deila rökgreiningarheimspekingar. Svipuð hugmynd (en þó af öðrum uppruna) er það viðhorf sem nefnist [[úthyggja]] og [[John McDowell]] og [[Gareth Evans]] hafa haldið á lofti. Úthyggjan segir að [[Eiginnafn|eiginnöfn]] (''Sókrates'', ''George Bush'') vísi beint til þeirra sem bera nöfnin og að enginn skilningur eða huglæg merking hafi milligöngu um merkingu þeirra. Hugsunin „Sókrates er vitur“ felur því Sókrates sjálfan í sér og það er engin spurning um hvort við getum í grundvallaratriðum haft á röngu að standa um tilvist ytri heims. Mistök af því tagi eru bókstaflega vitleysa. Ef spurningin er hvort Eiffelturninn eða [[London]] væri til væri merkingarbær, þá yrðum við að fallast á möguleikann á að þessi nöfn væru merkingarlaus og þar með að spurningin væri ekki merkingarbær hvort sem er. Þetta er keimlíkt þeim stefum sem meginlandshugsuðir á borð við Heidegger hugleiddu en þeir færðu rök fyrir því að hneyksli heimspekinnar væri ekki að enn væri ekki búið að sanna tilvist ytri heims, heldur að farið væri fram á slíkar sannanir og þær reyndar hvað eftir annað. Að hafa trú á raunveruleika hins ytri heims gerir ráð fyrir að til sé verund sem tilheyrir ekki heiminum. En við erum ''í'' heiminum.
 
== Neðanmálsgreinar ==
Lína 280:
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3291418 „Úr frumskógi í bjarta borg“; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1968]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3291673 „Heimspeki á 17. og 18. öld“; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1968]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1774474 „Heimspeki - framtíðarvon skólakerfisins“; grein í Morgunblaðinu 1992]
Á [[Vísindavefurinn|Vísindavefnum]]:
** {{Vísindavefurinn|984|Hvernig skilgreinir maður heimspeki? Hvað er heimspeki?}}
Lína 306:
 
{{Tengill GG|eo}}
{{Tengill GG|yo}}