Munur á milli breytinga „Marilyn Monroe“

m
Vélmenni: fr:Marilyn Monroe er gæðagrein; útlitsbreytingar
m (Skráin Statue_of_Marilyn_Monroe_at_The_Women's_Museum_in_Dallas,_Texas.jpg var fjarlægð og henni eytt af Commons af INeverCry.)
m (Vélmenni: fr:Marilyn Monroe er gæðagrein; útlitsbreytingar)
Þótt Marilyn yrði um síðir ein frægasta konan í kvikmyndaheiminum, voru æska og uppvaxtarár hennar fábrotin. Hún fæddist á fæðingardeild héraðssjúkrahússins í [[Los Angeles]] þann [[1. júní]] árið [[1926]]<ref>Churchwell, pp. 150-151</ref> og hlaut nafnið Norma Jeane Mortensen, en sleppti oftast seinna e-inu í Jeane. Amma hennar, Della Monroe Grainger, breytti nafni hennar síðar í Norma Jeane Baker. Norma var þriðja barn Gladys Pearl Baker (fædd Monroe).<ref>Riese and Hitchens, bls. 33</ref> Á fæðingarvottorði Normu stendur að faðir hennar hafi verið [[Noregur|norðmaðurinn]] Martin Edward Mortenson, sem hafði verið giftur Gladys en þau höfðu skilið að borði og sæng áður en Gladys varð ólétt að Normu.
 
Gladys tókst ekki að sannfæra móður sína um að taka barnið að sér og kom því þess vegna til Wayne og Idu Bolender frá Hawthorne, þar sem Norma bjó þar til hún var sjö ára gömul. Bolender-hjónin voru mjög trúuð og drýgðu litlar tekjur sínar með því að vera fósturforeldrar. Í sjálfsævisögu sinni, ([[Enska|e]]. ''My Story''), segist Marilyn hafa haldið að Ida og Wayne væru blóðforeldrar sínir, þar til Ida sagði henni, frekar illkvittnislega, að svo væri ekki. Eftir dauða Marilyn hélt Ida því fram að þau Wayne hefðu hugleitt að ættleiða hana, en til þess hefðu þau þurft samþykki Gladys.
 
Gladys heimsótti Normu Jeane á hverjum sunnudegi samkvæmt ævisögunni en kyssti hana aldrei eða faðmaði að sér — Marilyn sagði að hún brosti ekki einu sinni. Dag einn tilkynnti Gladys Normu að hún hefði keypt handa þeim húsnæði og tók hana til sín. Nokkrum mánuðum síðar fékk Gladys taugaáfall og var flutt með valdi á geðsjúkrahús. Marilyn rifjar það upp að Gladys hafi „öskrað og hlegið“ þar til hún var flutt á brott. Vinkona Gladys, Grace McKee, tók Normu þá að sér en 1935, þegar Norma var níu ára, giftist Grace manni að nafni Goddard og sendi þá Normu á fósturheimili. Næstu árin flakkaði hún á milli fósturheimila, sumir segja að hún hafi átt viðkomu á 12 ólíkum heimilum og hafi verið misnotuð og vanrækt. Hins vegar eru engar sannanir fyrir því að hún hafi búið á svo mörgum stofnunum og við svo bág kjör og má vera að hún alla tíð ýkt þau atvik sem settu mark sitt á æsku hennar.
Í byrjun 6. áratugs 20. aldar reyndi Marilyn stöðugt að losa við ímyndina hennar sem "heimska ljóskan" sem fylgdi henni hvert sem hún fór. Í viðtalið við ''[[New York Times]]'' sagði hún frá hvernig henni langaði að þroskast sem leikkona með því að leika alvarlegri hlutverk. Natasha Lytess, leikþjálfinn hennar, reyndi að redda henni einhver hlutverk hjá leikstjórum sem hún þekkti en það vildi enginn ráða hana. Framleiðandi myndarinnar ''[[The Egyptian]]'', Darryl F. Zanuck, sem var gamall vinur hennar neitaði jafnvel að setja hana í prufu.
 
Hún fékk hlutverk í myndinni ''[[River of No Return]]'' sem gerðist í villta vestrinu. Hún lék á móti sveitasöngvaranum [[Robert Mitchum]] sem þurfti að vera sáttasemjari á milli hennar og leikstjórans [[Otto Preminger]] sem rifust út í eitt. Hann kvartaði undan því að Marilyn reyndi of miki á leikþjálfann sinn sem hún hlustaði meira á en hann. Á endanum töluðu þau ekki við hvort annað sem gerði það næstum því ómögulegt að halda áfram tökum. Haustið [[1953]] fékk hún hlutverk á móti [[Frank Sinatra]] í myndinni ''[[The Girl in Pink Tights]]'' sem hún var rekinn frá út af því að hún mætti sjaldan á vinnustaðinn.
 
Marilyn giftist Joe DiMaggio í janúar [[1954]] í [[San Francisco]]. Þau fóru í brúðkaupsferð til Japan stuttu eftir það. DiMaggio eyddi miklum tíma að vinna í Japan að spila hafnabolta svo að Marilyn flaug til [[Kórea|Kóreu]] og skemmti yfir 13.000 bandarískum hermönnum. Marilyn sagði í viðtali að sú reynsla hafi hjálpað henni að sigra sviðshrollinn hennar.
 
=== Kennedy-bræðurnir ===
Þann [[19. maí]] árið [[1962]] söng Marilyn afmælissönginn fyrir [[John F. Kennedy]] í beinni sjónvarpsútsendingu í [[New York]]. Fatahönnuðurinnn [[Jean Louis]] hannaði kjóll sérstaklega fyrir hana sem var seinna seldur á uppboði árið [[1999]] fyrir rúmar 1.26 milljónir bandaríkjadala.<ref>http://web.archive.org/web/20070206174811/http://www.cnn.com/STYLE/9910/28/monroe.auction.01/</ref>
Margir hafa haldið því fram að Marilyn hafi átt í sambandi við [[John F. Kennedy]] og [[Robert F. Kennedy]] sem voru báðir giftir. Sumir hafa jafnvel sagt að Kennedy bræðurnir hafi myrt Marilyn með því að dæla í hana lyfjum. Sú kenning var aldrei tekin alvarlega af lögreglunni enda fundust engin sönnunargögn sem studdu hana. Robert Kennedy var engu að síður í Kaliforníu daginn sem Marilyn dó [[4. ágúst]] árið [[1962]].
 
== Í dægurmenningu ==
 
Marilyn er átrúnaðargoð margra enn í dag og oft tilvitnað í í auglýsingum, kvikmyndum, tísku og fleiru. Margar leikkonur þar á meðal [[Anna Faris]] hafa endurleikið atriði Marilynar í ''[[The Seven Year Itch]]'' og margar stórstjörnur sérstaklega [[Madonna]] hafa farið í myndartökur og stillt sér upp eins og Marilyn hafði gert áður. Margar ævisögur hafa verið skrifaðar um Marilyn sem hafa orðið metsölubækur út um allan heim. Margir frægir söngvarar þar á meðal [[Lady Gaga]] og [[Jon Bon Jovi]] hafa sungið um Marilyn og nokkrar óperur hafa verið skrifaðar um hana. Marilyn er oft mjög vinsæl á meðal eftirherma og það eru oft margar "Marilynar" á gleðigöngum.
 
== Heimildir ==
 
[[Flokkur:Bandarískir leikarar|Monroe, Marilyn]]
 
{{Tengill GG|fr}}
58.121

breyting