Munur á milli breytinga „Joan Miró“

12 bætum bætt við ,  fyrir 7 árum
m
Vélmenni: fi:Joan Miró er gæðagrein; útlitsbreytingar
m (Bot: Flyt 53 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q152384)
m (Vélmenni: fi:Joan Miró er gæðagrein; útlitsbreytingar)
[[FileMynd:Portrait_of_Joan_Miro,_Barcelona_1935_June_13.jpg|thumb|Joan Miró]]
'''Joan Miró i Ferrà''' ([[20. apríl]] [[1893]] – [[25. desember]] [[1983]]) var [[Spánn|spænskur]] [[listmálari]], [[myndhöggvari]] og [[leirlistamaður]], fæddur í [[Barcelona]]. Safn honum til heiðurs, ''[[Fundació Joan Miró]]'', er starfrækt þar í borg. Verk hans hafa verið flokkuð sem [[Súrrealismi|súrrealísk]], enda oft talinn einn helsti liðsoddur þeirrar stefnu, en oft blandast þar einnig saman hræringar undirmeðvitundarinnar, endursköpun á bernskunni og stolt hins katalanska þjóðernis.
 
== Ævi ==
Miró kom af ættum gullsmiða og húsgagnasmíðara.<ref name="autogenerated1">Victoria Combalia, „Miró's Strategies: Rebellious in Barcelona, Reticent in Paris“, úr ''Joan Miró: Snail Woman Flower Star'', Prestel 2008.</ref> Hann byrjaði ungur að teikna sér til gamans í kennslustundum í grunnskóla áður en hann gekk í listaskólann í La Llotja árið 1907, föður sínum til mikillar gremju. Hann lærði í Cercle Artístic de Sant Lluc<ref name=th>{{cite web|title=Joan Miró|url=http://totallyhistory.com/joan-miro/|work=Totally History}}</ref> skólanum og hélt sína fyrstu sýningu árið [[1918]] í Dalmau galleríinu. Verkum hans var vægast sagt illa tekið, enda voru þau mjög nýstárleg og öðruvísi en þau verk sem voru algeng á þessum tíma.<ref>Maya Jaggi, [http://www.independent.co.uk/travel/europe/joan-mir243-images-in-barcelona-2266763.html „Miró images in Barcelona“], ''The Independent'', 13. apríl 2011.</ref> Miró flutti til [[París|Parísar]]ar árið [[1920]] til þess að vera nær listasamfélaginu sem hafði myndast þar. Þegar að hann flutti til Parísar þá fór stíllinn hans að breytast nokkuð, það fór að bera meira á einstökum stíl Miró ásamt áhrifum frá [[Þjóðernishyggja|Þjóðernishyggju]]. Þjóðernisstíllinn sem hann var farinn að mynda sér einkenndi verk hans út ferillinn, sem og symbólismi.
 
Árið [[1924]] gekk Miró í hóp sem kallaði sig Súrrealíska hópinn. Þau verk sem hann gerði á því tímabili sem hann var í þessum hóp eru oft kölluð „Draumaverk“ Mírós en þau voru langt frá því að vera hefðbundin.<ref>Anne Umland. „A Challenge to Painting: Miró and Collage in the 1920s.“ í ''Joan Miró''. Agnes De la Beaumelle (ritstj.). London: Paul Holberton Publishing, 2004: 61-69.</ref> Árið [[1928]] málaði hann verkið The Dutch Interiors en það er talið marka endalok draumatímabilsins.<ref>[http://www.metmuseum.org/press_room/full_release.asp?prid={E4E16796-7F5D-4288-AF57-E59CF80DFA68} „Miró: The Dutch Interiors“] í Metropolitan Museum of Art.</ref> Miró giftist Pilar Juncosa Iglesias í [[Palma de Mallorca|Palma á Mallorca]] árið [[1929]]. Með henni eignaðist hann dótturina Dolores árið [[1931]]. Miró var giftur Pilar til dauðadags, [[25. desember]] [[1983]].<ref>John Russell, ''Matisse, Father & Son''. New York: Harry N. Abrams, 1999: 387-389. ISBN 0-8109-4378-6</ref>
 
{{Stubbur|æviágrip}}
[[Flokkur:Spænskir listamenn|Miró, Joan]]
{{fde|1893|1983|Miró, Joan}}
 
{{Tengill ÚG|de}}
{{Tengill ÚG|fr}}
 
[[Flokkur:Spænskir listamenn|Miró, Joan]]
 
{{Tengill GG|fi}}
58.154

breytingar