„York“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Xqbot (spjall | framlög)
m Vélmenni: en:York er gæðagrein; útlitsbreytingar
Lína 39:
 
=== Norðymbraland ===
Englar frá meginlandinu settust að á svæðinu eftir brotthvarf Rómverja á 5. öld. Fáar fornminjar finnast í borginni í dag sem staðfestir tilveru þeirra þar. Sumir fræðimenn trúa því að þeir hafi ekki sest að í borginni fyrr en síðar. Það var ekki fyrr en í upphafi 7. aldar að Edwin, englakonungur af Norðymbralandi, reyndi var að afstýra flóðum í ánni Ouse við York. Hann tók [[Kristin trú|kristni]] í York og skírðist árið [[627]]. Upp úr því settist hann að í York, sem þar með varð að höfuðborg englaríkisins Deira. Deira breyttist í konungsríkið [[Norðymbraland (konungsríki)|Norðymbraland]] við sameiningu við konungsríkið Bernicia og var York áfram höfðuborg nýja ríkisins. Á [[8. öldin|8. öld]] var biskupsdæmi stofnað í York og varð það að erkibiskupsdæmi [[735]]. Fyrsta dómkirkjan var reist, en hún hvarf fyrir nýrri kirkju sem í voru 30 ölturu. Einnig varð York að mistöð menntunar er skóli og bókasafn voru stofnuð síðla á 8. öld. Viðskipti efldust við aðra hluta Englands, en einnig við [[Frakkland]], [[Niðurlönd]] og Rínarlönd.
 
[[Mynd: Eirik Blodøks with Gunhild, Egil Skallagrimsson standing.jpg|thumb|left|Egill Skallagrímsson stendur frammi fyrir Eirík blóðöxi og Gunnhildi drottningu]]
Lína 53:
=== Borgarastríð ===
[[Mynd: Guy fawkes henry perronet briggs.jpg|thumb|Guy Fawkes handtekin í púðursamsærinu. Fawkes fæddist og ólst upp í York, en hann var einn fárra kaþólikka sem héldu messur í leyni.]]
Á tímum [[Hinrik 8.|Hinriks VIII]] á fyrri hluta [[16. öldin|16. aldar]] var [[kaþólska kirkjan]] bönnuð í landinu. Þá voru allar kaþólskar innréttingar lagðar niður í York. Öll klaustur voru lokuð og kirkjunum breytt í anglískar kirkjur. Þó náði lítill kaþólskur söfnuður að lifa að þessa tíma, en kaþólikkar hittust í laumi. Einn þeirra var [[Guy Fawkes]], sem síðar reyndi að sprengja upp þinghúsið í London [[1605]] í [[Púðursamsærið|púðursamsærinu]]. Eftir missætti [[Karl 1. Englandskonungur|Karls I]] og þingsins í London [[1642]], flutti Karl til York og stjórnaði ríkinu þaðan í hálft ár. York er því ein af fáum borgum sem skarta þann heiður að hafa verið höfuðborg Englands. Þegar enska borgarastríðið hófst á sama ári stóð York með konungi. Tveimur árum síðar birtist þingherinn undir stjórn Lord Fairfax og settist um borgina. Umsátið hófst [[22. apríl]] [[1644]] og stóð í rúma tvo mánuði. Þegar hjálparher á leið til York tapaði í orrustu á leiðinni (orrustan við Marsdon Moor), þótti sýnt að engin leið væri að bjarga borginni. Konungsinnar gáfust því upp og hófu að semja við herinn fyrir utan. Fairfax leyfði öllum hermönnum hliðhollir konungi að yfirgefa York í griðum [[16. júlí]]. Eftir það hertók Fairfax borgina og gerði þingið hann að landstjóra þar. Það má segja honum til hróss að honum tókst að hemja her sinn, sem framdi engin ódæðisverk í borginni. Fólk og kirkjur var látið í friði og brátt komst lífið í borginni aftur í vanagang. Innan við tveimur áratugum síðar var York orðin þriðja stærsta borgin í Englandi, á eftir London og [[Norwich]].
 
=== Nýrri tímar ===
Lína 83:
== Frægustu börn borgarinnar ==
[[Mynd:Judi Dench at the BAFTAs 2007.jpg|thumb|Leikkonan Judy Dench er frá York]]
* ([[1570]]) [[Guy Fawkes]], einn höfuðpauranna í púðursamsærinu
* ([[1787]]) [[William Etty]], listmálari
* ([[1858]]) [[Henry Scott Tuke]], listmálari
* ([[1934]]) [[Judy Dench]], leikkona (M í [[James Bond]] myndunum)
* ([[1942]]) [[David Bradley]], leikari (Argus Filch í [[Harry Potter]] myndunum)
* ([[1964]]) [[Mark Addy]], leikari
 
== Söfn ==
Nokkur þekkt söfn eru í York. Meðal þeirra eru:
* Víkingasafnið Jorvik Viking Centre
* Kaþólska safnið Bar Convent, en klaustrið starfaði í leyni á 16. og 17. öld
* Grasagarðurinn York Museum Gardens
* Járnbrautasafnið National Railway Museum
* Listasafnið York Art Gallery
* Dýflissusafnið York Dungeon
* Sögusafnið Yorkshire Museum
* Flugsafnið Yorkshire Air Museum
 
== Byggingar og kennileiti ==
[[Mynd: YorkMinsterWest.jpg|thumb|Dómkirkjan í York]]
* [[Dómkirkjan í York]] er næststærsta gotneska dómkirkjan [[Evrópa|Evrópu]] (á eftir [[Dómkirkjan í Köln|dómkirkjunni í Köln]]). Elstu hlutar hennar eru frá 8. öld, en núverandi kirkja var vígð [[1472]]. Í kirkjunni eru stærstu kirkjugluggar Englands, en þeir eru allt að 15 metra háir og heita Systurnar fimm.
* York Castle er kastalavirki borgarinnar. Það var reist 1068 af Vilhjálmi sigursæla eftir sigurinn í [[Orrustan við Hastings|orrustunni við Hastings]] og notað af ýmsum konungum Englands allt til [[1684]], en þá varð sprenging í skotfærageymslu virkisins sem eyðilagði nær allt innviðið. [[1935]] voru nær allar rústir kastalans rifnar, en Clifford‘s Tower fékk að standa. Það er í dag eini vitnisburður um kastalann mikla.
* [[Micklegate Bar]] er helst þeirra borgarhliða gömlu borgarmúranna sem enn stendur. Það var reist á víkingatímanum og merkir Micklegate ''miklagata'' á fornnorsku (og íslensku). Það var til siðs að konungar notuðu þetta hlið til að fara inn í borgina. Þegar [[Ríkharður 3.|Ríkharður III]] reið inn [[1388]], snerti hann ríkissverðið og síðan hafa allir konungar gert slíkt hið sama þegar þeir riðu um hliðið. Á þessum tímum var einnig til siðs að höggva höfuðið af óvinum eða svikurum og hafa til sýnis í hliðinu. Í dag er hliðið safn.
* [[Maríuklaustrið í York|Maríuklaustrið]] var stofnað [[1055]] og helgað heilögum Ólafi. [[Vilhjálmur 2. Englandskonungur|Vilhjálmur II]] endurstofnaði klaustrið [[1088]] og lagði sjálfur grunnsteininn að klausturkirkjunni sem í dag er horfin. [[1271]]-[[1294|94]] var klaustrið endurgert og vígt [[María mey|heilagri Maríu]]. Það var stærsta og ríkasta klaustrið í norðurhluta Englands. Hinrik VIII lagði niður öll klaustur, einnig þetta, og síðan hefur það staðið autt og grotnað niður. Klaustrið er gjarnan notað fyrir alþýðuleiksýninguna York Mystery Plays.
 
<gallery>
Lína 123:
 
[[Flokkur:Borgir á Englandi]]
 
{{Tengill GG|en}}