„Réttindaskrá Bandaríkjanna“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 39 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q862765
Xqbot (spjall | framlög)
m Vélmenni: en:United States Bill of Rights er gæðagrein; útlitsbreytingar
Lína 7:
'''Réttindaskrá Bandaríkjanna''' ([[enska]]: ''The Bill of Rights'') var [[frumvarp]] sem lagt var fram af [[James Madison]] árið [[1789]] en þar voru lagðar fram breytingartillögur á [[Stjórnarskrá Bandaríkjanna|stjórnarskránni]] sem hafði verið tekin í notkun árið [[1787]]. Madison sem er talinn til [[Landsfeður Bandaríkjanna|„landsfeðra“ Bandaríkjanna]] átti stóran þátt í mótun samfélagsins á þessum tíma.
 
== Réttindaskrá (e. The Bill of Rights USA) ==
Frumvarpið var hugsað til að bæta réttindi almennings sem þóttu ekki nægilega vel varðveitt í upprunalegu [[Stjórnarskrá Bandaríkjanna|stjórnarskránni]], því voru ritaðir viðaukar sem innihéldu mun ýtarlegri útlistun á borgaralegum réttindum. Svo frumvarpið gæti orðið að veruleika og tekið gildi sem viðbót við stjórnarskránna þurfti að fá samþykki 3/4 hluta aðildarríkja [[Fyrsta sameinaða ríkjaþingsins]] (e. ''First United State Congress''). Breytingarnar voru síðar samþykktar þar þann 15 desember árið [[1791]]. Með frumvarpinu var öryggi almennings gagnvart ríkinu aukið og vald ríkisins gagnvart borgurum takmarkað verulega.
 
== Uppruni ==
Þegar hafið var vinnu við að rita réttindaskránna var horft aftur og meðal annars stuðst við [[Magna Carta]] frá árinu [[1215]] og [[réttindaskrá Englands]] frá árinu [[1689]]. Þegar stjórnarskráin hafið verið samþykkt höfðu andstæðingar hennar áhyggjur af þeim möguleika að ríkisstjórnin gæti beitt þegna landsins harðræði og þar með gengið á [[borgaraleg réttindi]] þeirra. Hafði þar mikið að segja hvernig framkoma [[Bretland|Breta]] hafði verið á [[Bandaríska frelsisstríðið|byltingartímanum]] og brot þeirra gegn almenningi í landinu. Nokkur ríki höfðu meðal annars sett það sem skilyrði fyrir undirritun stjórnarskráarinnar að viðauki líkt og réttindaskráin yrði settur.<ref>http://www.archives.gov/exhibits/charters/bill_of_rights.html</ref> Til að auka enn á mikilvægi þess að réttindaskrá yrði rituð þá hafði [[Thomas Jefferson]] skrifað bréf til [[James Madison]] þar sem hann lýsti því yfir að réttindaskrá væri eitthvað sem allir einstaklingar ættu rétt á gagnvart ríkisstjórnum hvar sem er í heiminum.<ref>http://www.archives.gov/exhibits/charters/constitution_history.html</ref>
 
== Gagnrýni ==
Lína 34:
 
[[Flokkur:Bandarísk stjórnmál]]
 
{{Tengill GG|en}}