Munur á milli breytinga „Alexander mikli“

m
Vélmenni: en:Alexander the Great er gæðagrein; útlitsbreytingar
m (Vélmenni: en:Alexander the Great er gæðagrein; útlitsbreytingar)
 
=== Unglingsár og menntun ===
Þegar Alexander var þrettán ára byrjaði Filippos að leita að lærimeistara. Hann íhugaði fræðimennina [[Ísókrates]] og [[Spevsippos]] en sá síðari bauðst til að taka stöðunni. Á endanum valdi Filippos [[Aristóteles]] og veitti þeim aðgang að Dísahofinu í [[Mieza]]. Í skiptum fyrir að kenna Alexander samþykkti Filippos að endurbyggja heimabæ Aristótelesar, Stageira, sem Filippos hafði látið jafna við jörðu, og að fá fyrrum íbúa þess aftur til borgarinnar með því að frelsa íbúa sem voru þrælar eða að veita þeim náð sem voru í útlegð.<ref name=R65-F>Fox (1980), 65</ref><ref>Renault (2001), 44</ref><ref>McCarty (2004), 15</ref>
 
Mieza var eins og heimavistaskóli fyrir Alexander og börn merkra Makedóníumanna, eins og [[Ptolemajos I Sóter|Ptolemajos]], [[Hefæstíon]] og [[Kassandros]]. Margir þessara nemenda urðu síðar vinir hans og hershöfðingjar framtíðarinnar. Aristóteles kenndi Alexander og vinum hans lyfjafræði, heimspeki, siðfræði, trúarbragðafræði, rökfræði og list. Undir leiðsögn Aristótelesar varð Alexander áhugasamur um verk [[Hómer|Hómers]]s og þá sérstaklega [[Ilíonskviða|Ilíonskviðu]]. Aristóteles gaf honum eintak sem Alexander tók með sér í herleiðangra.<ref name=R65-66-F>Fox (1980), 65–66</ref><ref>Renault (2001), 45–47</ref><ref>McCarty (2004), 16</ref>
 
== Tengt efni ==
 
{{Tengill GG|de}}
{{Tengill GG|en}}
{{Tengill GG|es}}
{{Tengill GG|fr}}
58.128

breytingar