Munur á milli breytinga „Pergamon“

17 bætum bætt við ,  fyrir 6 árum
m
Vélmenni: de:Pergamon er gæðagrein; útlitsbreytingar
m (Bot: Flyt 48 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q18986)
m (Vélmenni: de:Pergamon er gæðagrein; útlitsbreytingar)
{{Hnit|39|7|N|27|11|E|}}
'''Pergamon''' ([[Forngríska|gríska]]: Πέργαμος, í dag [[Bergama]] í [[Tyrkland]]i) var [[Grikkland hið forna|forngrísk]] borg í norðvestur [[Anatólía|Anatólíu]], um 26 [[Kílómetri|km]] frá [[Eyjahaf]]i, við útnesinu norðan við ána [[Kaíkos]] (í dag [[Bakırçay]]), sem varð mikilvægt konungdæmi á [[Hellenískur tími|helleníska tímanum]] undir stjórn [[Attalídar|Attalída]] [[282 f.Kr.|282-]]-[[129 f.Kr.]].
 
Attalídar, niðjar [[Attalos]]ar, föður [[Fíletæros]]ar, sem komst til valda árið [[282 f.Kr.]], voru meðal dyggustu bandamanna [[Rómaveldi|Rómverja]] af hellenísku konungdæmunum. Undir stjórn [[Attalos I|Attalosar I]] studdi Pergamon Róm gegn [[Filippos V af Makedóníu|Filipposi V af Makedóníu]] í [[Fyrsta makedóníska stríðið|fyrsta]] og [[Annað makedóníska stríðið|öðru]] [[Makedónísku stríðin|makedóníska stríðinu]] og aftur undir stjórn [[Evmenes II|Evmenesar II]] gegn [[Perseifur af Makedóníu|Perseifi af Makedóníu]] í [[Þriðja makedóníska stríðið|þriðja makedóníska stríðinu]]. Fyrir stuðning sinn gegn [[Selevkídaveldið|Selevkídum]] fengu Attalídar að launum öll fyrrum yfrráðasvæði Selevkída í [[Litla Asía|Litlu Asíu]].
[[Mynd:Modell Pergamonmuseum.jpg|thumb|right|320px|Líkan af Pergamonborg á Staatliche Museen í [[Berlín]]]]
 
Í Pergamon var næstbesta [[bókasafn]] fornaldar, á eftir bókasafninu í [[Alexandría (Egyptaland)|Alexandríu]]. Þegar [[Ptólemajaveldið|Ptólemajar]] hætti að flytja út [[papyrus]], að hluta vegna samkeppni og að hluta vegna skorts, fundu Pergamonbúar upp nýja aðferð til að varðveita rit, á skinni sem nefndist ''pergaminus''. Þetta var [[Kálfur|kálfskinn]], forveri [[skinnhandrit]]a [[Miðaldir|miðalda]] og [[pappír]]s.
 
Þegar [[Attalos III]] lést án erfingja árið [[133 f.Kr.]] arfleiddi hann Rómverja að öllu konungdæminu til þess að koma í veg fyrir að borgarastríð brytist út.
 
Skammt frá borginni var helgidómur [[Asklepíos]]ar lækningaguðsins. Þangað kom fólk sem átti við heilsufarsvandamál að stríða og baðaði sig í vatni úr helgri lind. Sagt var að Asklepíos vitjaði sjúklinganna í [[Draumur|draumi]] og segði þeim hvernig þeir skyldu vinna bug á meinsemdum sínum. [[Fornleifafræði]]ngar hafa fundið fjölmargar gjafir frá gestum staðarins, svo sem litlar leirstyttur af líkamshlutum, sem vafalaust táknuðu það sem hafði læknast.
[[Flokkur:Fornleifar í Tyrklandi]]
[[Flokkur:Hellenískar nýlendur]]
 
{{Tengill GG|de}}
58.121

breyting