„Varsjá“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 168 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q270
Xqbot (spjall | framlög)
m Vélmenni: ar:وارسو er gæðagrein; útlitsbreytingar
Lína 35:
 
=== 19. og 20. aldir ===
Varsjá var áfram höfuðborg [[Pólsk-litháíska samveldið|Pólsk-litháíska samveldisins]] til ársins [[1795]] þegar það varð hluti af [[konungsríkið Prússland|konungsríkinu Prússlandi]]. Þá varð Varsjá höfuðborg héraðsins [[Suður-Prussland]]s. Borgin var frelsuð af hermönnum [[Napóleon]]s árið [[1806]] og var gerð svo að höfuðborg [[hertogadæmið Varsjá|hertogadæmisins Varsjár]]. Í kjölfar [[Vínarráðstefnan|Vínarráðstefnunnar]] árið [[1815]] varð Varsjá höfuðborg [[konungsríkið Pólland|konungsríkisins Póllands]], sem var [[þingbundin konungsstjórn]] í [[konungssamband]]i við [[Rússneska heimsveldið]]. Konungslegi háskólinn í Varsjá var stofnaður árið [[1816]].
 
[[Mynd:German airship bombing Warsaw.JPG|thumb|left||210px|Þýskt loftskip varpar sprengjum á Varsjá árið [[1914]]]]
Vegna fjölda brota á [[pólska stjórnarskráin|pólsku stjórnarskrárinni]] fyrir hendi Rússlands braust [[Nóvemberuppreisnin]] út árið [[1830]]. Pólsk-rússneska stríðinu 1831 lauk þó með ósigri Pólverja og sjálfstæði konungsríkisins var afnumið. Þann [[27. febrúar]] [[1861]] skaut rússneskt herlið á mannfjölda sem var að mótmæla stjórn Rússlands yfir Póllandi en fimm menn fórust í kjölfar skotárásarinnar. [[Pólska ríkisstjórnin]] var í felum í Varsjá meðan á [[Janúaruppreisnin]]ni stóð árin 1863–64.
 
Varsjá blómstraði í lok [[19. öld|19. aldar]] undir stjórn [[Sokrates Starynkiewicz]] (1875–92), sem var rússneskur hershöfðingi skipaður í embætti af [[Alexander 3.]] Á tímum Starynkiewicz byggði [[William Lindley]] enskur verkfræðingur ásamt syni sínum [[William Heerlein Lindley]] fyrsta vatnsveitu- og frárennsliskerfið í Varsjá. Auk þess voru [[sporvagn]]akerfið, [[gas]]kerfið og [[götulýsing]]arkerfið endurbætt og stækkuð.
Lína 49:
=== Seinni heimsstyrjöldin ===
[[Mynd:Destroyed Warsaw, capital of Poland, January 1945.jpg|thumb|left|Um einn áttundi hluti bygginga í Varsjá var eyðilagður í seinni heimsstyrjöldinni.]]
Í [[seinni heimsstyrjöldin]]ni var miðsvæði Póllands, ásamt Varsjá, undir stjórn [[Allsherjarríkisstjórnin|Allsherjarríkisstjórnarinnar]] (þ. ''Generalgouvernement''), sem var þýsk [[nasismi|nasistastjnasistastjórn]]órn. Öllum háskólum var lokað strax og allir gyðingar í borginni, nokkur hundruð þúsund manns eða 30 % af öllum íbúafjöldanum, voru fluttir inn í [[Varsjárgettóið]]. Seinna varð borgin miðstöð andspyrnunnar gegn nasistastjórn í Evrópu. Sem hluti af [[Lokalausnin]]ni skipaði [[Adolf Hitler|Hitler]] að gettóið yrði eyðilagt þann [[19. apríl]] [[1943]] en svo byrjaði [[uppreisnin í Varsjárgettóinu|uppreisn í gettóinu]] gegn honum. Þó að uppreisnarmennirnir voru ofurliði bornir og lítið vopnaðir stóðst gettóið í yfir einn mánuð. Þegar bardaganum lauk voru eftirlifendur strádrepnir og mjög fáir komust undan og tókust að fela sig.
 
Fyrir júlí 1944 var [[Rauði herinn]] löngu kominn inn á pólska yfirráðasvæðið og var farinn á eftir Þjóðverjunum í átt að Varsjá. [[Pólska ríkisstjórnin]] var í útlegð í London og vissi að [[Jósef Stalín|Stalín]] var á móti sjálfstæðu Póllandi. Ríkisstjórnin skipaði svo [[Heimaherinn|Heimahernum]] (p. ''Armia Krajowa'') að reyna að hrifsa stjórn á Varsjá af Þjóðverjunum áður en Rauði herinn komst þar. Af þessum sökum byrjaði [[Varsjáruppreisnin]] þann [[1. ágúst]] [[1944]] þegar Rauði herinn nálgaðist borgina. Barráttunni, sem átti að standa yfir í 48 klukkustundir, lauk eftir 63 daga. Stalín skipaði þá hermönnunum sínum að bíða fyrir utan Varsjá. Að lokum neyddist Heimaherinn og baráttumennirnir sem voru að hjálpa honum til að gefast upp. Þeir voru teknir í [[stríðsfangi|stríðsfangabúðir]] og allir óbreyttir borgarar voru reknir út úr borginni. Gert er ráð fyrir að 150.000 til 200.000 pólskir óbreyttir borgarar hafi dáið þá.
Lína 166:
[[Flokkur:Borgir í Póllandi]]
[[Flokkur:Höfuðborgir]]
 
{{Tengill GG|ar}}