„Suðurnes“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Kiwi (spjall | framlög)
Skipti um kort.
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Suðurnes in Iceland.svg|thumb|right|Kort af Íslandi sem sýnir Suðurnes lituð rauð.]]
'''Suðurnes''' er heiti sem haft er sem samheiti um þauþeirra byggðarlögbyggðarlaga sem eru á [[Reykjanesskagi|Reykjanesskaga]] sunnan [[Hafnarfjörður|Hafnarfjarðar]], eða sunnan [[Straumur (bær)|Straums]] eins og [[Suðurnesjamenn]] segja oft. Þessi byggðarlög eru [[Vatnsleysustrandarhreppur]] með þéttbýliskjarnann [[Vogar|Voga]], [[Reykjanesbær]] (sem var myndaður 1994 úr Innri- og Ytri [[Njarðvík]], [[Keflavík]] og [[Hafnir|Höfnum]] en sameining var felld í öðrum byggðarlögum), [[Garður]], [[Sandgerði]] og [[Grindavík]]. Á þessu svæði er landnám [[Steinunn gamla|Steinunnar gömlu]], frændkonu Ingólfs, en henni gaf hann [[Rosmhvalanes]] allt sunnan [[Hvassahraun]]s, eins og Landnáma kemst að orði. Einnig landnám [[Molda-Gnúpur|Molda-Gnúps]], sem nam Grindavík. Annars er frásögn [[Landnáma|Landnámu]] um þetta svæði mjög óljós.
 
== Íbúafjöldi ==
Heildaríbúafjöldi svæðisins er rúmlega 21.000 manns (2010). Í Vatnsleysustrandarhreppi um 1225, í Reykjanesbæ um 13000, í Garði um 1450, í Sandgerði um 1700, í Grindavík um 2700. Lengst af á seinni hluta [[20. öldin|20. aldar]] var heilt byggðarlag á [[Keflavíkurflugvöllur|Keflavíkurflugvelli]] þar sem [[Bandaríkin|bandarískir]] hermenn og fjölskyldur þeirra bjuggu og voru þar yfir 5000 manns þegar mest var, en [[Keflavíkurstöðin]] var lögð niður árið [[2006]]. Haustið [[2007]] hófst útleiga til námsmanna á íbúðum sem áður tilheyrðu varnarliðinu og var þetta hverfi fyrst nefnt [[Vallarheiði]], síðar nefnt [[Ásbrú]] og tilheyrir Reykjanesbæ.
 
== Efnahagur ==
Suðurnesin hafa löngum verið einhver mestu [[Útgerð|útgerðarplássútgerð]]arpláss landsins vegna legu sinnar og nálægðar við fengsæl [[Fiskveiðar|fiskimið]]. Dregið hefur úr útgerð og fiskvinnslu síðan [[kvótakerfi]]ð var tekið upp og hafa [[Suðurnesjamenn]] selt [[Kvóti|kvóta]] í miklum mæli til annarra landshluta. Einnig hafa þeir misst mikinn kvóta vegna sameiningar fyrirtækja. Mest útgerð og fiskvinnsla er í Grindavík, sem byggir afkomu sína nánast eingöngu á þessum atvinnugreinum og beinni og óbeinni þjónustu við þær. Svipað má segja um Sandgerði, en þó hefur dregið talsvert úr útgerð þar á allra síðustu árum. Í Garði er allmikil fiskvinnsla, en lítil sem engin útgerð er þaðan vegna skorts á hafnaraðstöðu. [[Reykjanesbær]] er að mestu þjónustu-, iðnaðar- og verslunarbær. Allt svæðið er eitt atvinnusvæði og vinnur fjöldi manns úr öllum byggðarlögunum á Keflavíkurflugvelli eða við [[Flugstöð Leifs Eiríkssonar|Leifsstöð]] í þjónustu við [[flug]]ið. Flugstöðin er í reynd stærsti atvinnuveitandinn á svæðinu.<ref>[http://visir.is/flugstodin-ordin-mikilvaegasta-vinnusvaedi-sudurnesja/article/2012120229759 Flugstöðin orðin mikilvægasta vinnusvæði Suðurnesja]</ref> Helst er að Grindavík skeri sig úr í þessu sambandi vegna þess að sá bær liggur fjærst hinum. Á undanförnum árum hefur hlutfall [[atvinnuleysi]]s á Suðurnesjum verið viðvarandi hæst á landinu, sem stafar fyrst og fremst af samdrætti í umsvifum [[Keflavíkurstöðin|hersins á Keflavíkurflugvelli]]. Hefur það valdið Suðurnesjamönnum talsverðum búsifjum, en mun að líkindum þegar fram í sækir stuðla að breyttum atvinnuháttum með aukningu í iðnaði og þjónustu. Á Suðurnesjum er hæsta hlutfall líkamsárasa miðað við íbúatölu á landinu<ref>{{vefheimild|url=http://visir.is/flestar-likamsarasir-a-sudurnesjum/article/2010368001201|titill=Flestar líkamsárásir á Suðurnesjum|ár=2010|mánuður=11. maí}}</ref> og má velta fyrir sér hvort að samband geti verið á milli atvinnuleysis og ofbeldis. Atvinnuleysi á Suðurnesjum í apríl 2010 var 14,6% en var 9,7% á [[höfuðborgarsvæðið|höfuðborgarsvæðinu]] og 9,0% á landinu öllu.<ref>{{vefheimild|url=http://www.vinnumalastofnun.is/files/apr10_1214375093.pdf|titill=Staða á vinnumarkaði - apríl 2010|útgefandi=Vinnumálastofnun|ár=2010|mánuður=11. maí}}</ref>
 
Á Suðurnesjum er hæsta hlutfall líkamsárasa miðað við íbúatölu á landinu<ref>{{vefheimild|url=http://visir.is/flestar-likamsarasir-a-sudurnesjum/article/2010368001201|titill=Flestar líkamsárásir á Suðurnesjum|ár=2010|mánuður=11. maí}}</ref> og má velta fyrir sér hvort að samband geti verið á milli atvinnuleysis og ofbeldis. Atvinnuleysi á Suðurnesjum í apríl 2010 var 14,6% en var 9,7% á [[höfuðborgarsvæðið|höfuðborgarsvæðinu]] og 9,0% á landinu öllu.<ref>{{vefheimild|url=http://www.vinnumalastofnun.is/files/apr10_1214375093.pdf|titill=Staða á vinnumarkaði - apríl 2010|útgefandi=Vinnumálastofnun|ár=2010|mánuður=11. maí}}</ref>
 
Á svæðinu eru átta grunnskólar, einn framhaldsskóli, eitt sjúkrahús, sjö kirkjur, eitt kvikmyndahús og auk þess fjöldi verslana og annarra þjónustufyrirtækja.
Lína 60 ⟶ 64:
 
== Tenglar ==
{{commonscat}}
* [http://www.ferlir.is/ Ferlir.is | Áhugafólk um Suðurnesin]
* [http://www.vf.is Vefur Víkurfrétta]