„Gulrót“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 21:
Villtar gulrætur vaxa í mörgum afbrigðum víða á [[Temprað belti|tempruðum]] svæðum en þær eru best þekktar í [[Asía|Asíu]] og við [[Miðjarðarhafið]]. Talið er að menn hafi nýtt gulrætur sem [[krydd]] og til [[lækningar|lækninga]] í mörg þúsund ár og löngu áður en farið var að rækta þær sem rótargrænmeti. [[Villtar gulrætur]] eru forfeður þeirra gulróta sem nú eru ræktaðar. Upphaflega voru gulrætur grannar, greinóttar og fölar. Enda höfðu menn í upphafi ekki áhuga á rót plöntunnar, heldur [[Fræ|fræjunum]].
 
Að baki gulrótanna eins og við þekkjum þær í dag er margra alda vinna að [[kynbætur|kynbótum]]. Talið er að ræktun með áherslu á rót plöntunnar, hafi hafist í [[Afganistan]], [[Íran]] og [[Írak]] fyrir 1000 árum. Þá voru þær gular eða fjólubláar á litinn. Þegar þær bárust til [[Evrópa|Evrópu]] á [[14. öld]] voru afbrigðin gul, hvít og fjólublá. Appelsínugula afbrigðið varð þekkt í Evrópu á [[15. öld]] en allt bendir til að þær hafi komið fram á sjónarvöllinn á [[6. öld]]. [[Hollendingar]] tóku appelsínugula afbrigðið að sér og á [[19. öld]] höfðu þeir náð miklum árangri í að rækta fram sætar og stökkar rætur. Í dag er appelsínugula afbrigðið ríkjandi í ræktun gulróta. FjólubláaFjólublá afbrigði ereru enn ræktað í Afganistan og úr þvíþeim [[brugg|bruggað]] sterkt [[áfengi]].
 
Sagan segir að Hollendingar hafi ræktað fram appelsínugular gulrætur á [[17. öld]] til heiðurs [[William Orange]] sem leiddi sjálfstæðisbaráttu Hollendinga undan [[Spánn|spænskum]] yfirráðum og varð síðan konungur. Ekki eru til neinar heimildir sem styðja við þessa sögu enda var appelsínugula afbrigðið komið fram löngu fyrr.