„Gulrót“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 17:
'''Gulrót''' ([[fræðiheiti]]: ''Daucus carota'') er [[rótargrænmeti]]. Venjulega rauðgular eða hvítar á litinn. Plöntuhlutinn sem er étinn er [[stólparót]]in. Gulrætur eru [[tvíær jurt|tvíærar]] þar sem rótin vex og safnar forða fyrsta árið en blómgast annað árið. Blómstilkurinn verður um [[metri]] á hæð og ber uppi [[blómsveipur|blómsveip]] með litlum hvítum blómum.
 
==Uppruni==
 
Villtar gulrætur vaxa í mörgum afbrigðum víða á [[Temprað belti|tempruðum]] svæðum en þær eru best þekktar í [[Asía|Asíu]] og við [[Miðjarðarhafið]]. Talið er að menn hafi nýtt gulrætur sem [[krydd]] og til [[lækningar|lækninga]] í mörg þúsund ár og löngu áður en farið var að rækta þær sem rótargrænmeti. [[Villtar gulrætur]] eru forfeður þeirra gulróta sem nú eru ræktaðar. Upphaflega voru gulrætur grannar, greinóttar og fölar. Enda höfðu menn í upphafi ekki áhuga á rót plöntunnar, heldur [[Fræ|fræjunum]].
Að baki gulrótanna eins og við þekkjum þær í dag er margra alda vinna að [[kynbætur|kynbótum]]. Talið er að ræktun með áherslu á rót plöntunnar, hafi hafist í [[Afganistan]], [[Íran]] og [[Írak]] fyrir 1000 árum. Þá voru þær gular eða fjólubláar á litinn. Þegar þær bárust til [[Evrópa|Evrópu]] á [[14. öld]] voru afbrigðin gul, hvít og fjólublá. Appelsínugula afbrigðið varð þekkt í Evrópu á [[15. öld]] en allt bendir til að það hafi komið fram ásjónarvöllinu á [[6. öld]]. [[Hollendingar]] tóku appelsínugula afbrigðið að sér og á [[19. öld]] höfðu þeir náð miklum árangri í að rækta fram sætar og stökkar rætur. Í dag er appelsínugula afbrigðið ríkjandi í ræktun gulróta. Fjólubláa afbrigði er enn ræktað í Afganistan og úr því [[brugg|bruggað]] sterkt [[áfengi]].
Sagan segir að Hollendingar hafi ræktað fram appelsínugular gulrætur á [[17. öld]] til heiðurs [[William Orange]] sem leiddi sjálfstæðisbaráttu Hollendinga undan[[Spánn|spænskum]] yfirráðum og varð síðan konungur. Ekki eru til neinar heimildir sem styðja við þessa sögu enda var appelsínugula afbrigðið komið fram löngu fyrr.
[[Mynd:Gemeine Möhre (Wiener Dioskurides).png|thumbnail|Appelsínugulum gulrótum er lýst í riti frá því um 512 e.Kr.]]
 
==Notkun í lækningaskyni.==
 
Fræ gulrótarplöntunnar voru notuð í lækningaskini m.a. við sársaukafullum [[þvaglát|þvaglátum]] og óreglulegum [[tíðablæðingar|tíðablæðingum]]. Í dag eru gulrætur taldar geta bætt [[melting|meltingu]], minnkað [[náttblinda|náttblindu]] og gagnast [[krabbamein|krabbameinsveikum]].
 
==[[Næringargildi]] gulróta==
 
Í gulrótum er mikið af litarefniu [[beta-karóten]]. Líkaminn getur notað karoten til að búa til [[A-vítamín|A-vítamín.]] Auk þess er í gulrótum [[B-vítamín|B]]- og [[C-vítamín]] ásamt mikilvægum [[steinefni|steinefnum]] eins og [[kalíum]], [[Kalk|kalki]], [[járn|járni]] og [[fosfór]].
 
==Heimildir:==
http://www.carrotmuseum.co.uk/
http://www.islenskt.is/?pageid=18&uid=87