„Ólafur Stephensen“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Rotlink (spjall | framlög)
m fixing dead links
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
 
Árið 1783 fékk hann lausn frá embætti af því að hann vildi ekki flytja norður í land eins og ætlast var til og var [[Stefán Þórarinsson]] skipaður í staðinn. En þegar suður- og vesturamtinu var skipt í tvennt 1787 varð Ólafur amtmaður í vesturamtinu og 14. apríl [[1790]] varð hann jafnframt [[stiftamtmaður]]. 1793 hafði hann amtaskipti og var skiptur yfir suðuramtið. Hann fékk lausn frá embættum sínum 1806 en fékk að búa áfram endurgjaldslaust í [[Viðey]], þar sem hann var þá. Fyrst hafði hann búið á [[Leirá]] í [[Leirársveit]], síðan á [[Bessastaðir|Bessastöðum]], [[Elliðavatn]]i, í [[Sviðholt]]i og á [[Innri-Hólmur|Innra-Hólmi]].
 
Ólafur var all-afkastamikill rithöfundur. Meðal annars ritaði hann gagnlegar ritgerðir í lærdómslistafélagsritum. Þá liggur eftir hann prentuð reikningsbók, ''Stutt undirvísun í reikningslistinni og algebra''''Skáletraður texti'', útgefin í Kaupmannahöfn árið 1785. Ólafur sagðist í formála hafa ritað kver sitt árið 1758 eftir dvöl sína í Kaupmannahöfn. Uppkastið hefði gengið manna á milli í uppskriftum og því hefði hann talið rétt að láta prenta það. Hann sendi Magnús Stephensen, son sinn með handritið til prentunar haustið 1784. Í sjálfsævisögu Magnúsar kemur fram að Magnús umritaði kverið töluvert og bætti við það sex köflum af 26 eða 78 bls. af 248 bls. texta. Meðal annars bætti Magnús við kalfa um tugabrot sem þá voru nýmæli í evrópskum kennslubókum fyrir almenning.Bókin var strax löglit sem kennslubók í lærðu skólunum tveimur í Skálholti og á Hólum.
 
Ólafur var ættfaðir [[Stefánungar|Stefánunga]] og þótti mörgum nóg um veldi þeirra feðga og tengdamanna þeirra. Árið [[1792]] kom út í Kaupmannahöfn bókin ''Ærefrygt. Liste over Hr. Stiftamtmand Oluf Stephensens Familie i Island. Allene de beregnede som sidde i publiqve Embeder 1791''. Höfundur var [[Halldór Jakobsson]], fyrrum [[sýslumaður]] í [[Strandasýsla|Strandasýslu]] en þetta rit fjallaði um hve valdamiklir Stefánungar væru í íslensku samfélagi og hélt fram að ættin einokaði opinber embætti á [[Ísland]]i. Þegar bókin kom út var Ólafur Stefánsson stiftamtmaður og settur [[amtmaður]] í [[Suðuramt]]i og skipaður amtmaður í [[Vesturamt]]i. Í [[Norður- og austuramt]]i sat systursonur hans Stefán Þórarinsson. [[Biskup]]inn á [[Hólar í Hjaltadal|Hólum]], [[Sigurður Stefánsson]] , var hálfbróðir Ólafs og [[Hannes Finnsson]] [[Skálholt]]sbiskup var tengdasonur Ólafs. Þegar [[Skúli Magnússon]] var leystur frá embætti [[1793]] þá var í hans stað settur [[Magnús Stephensen (f. 1762)]] sonur Ólafs.<ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20030908080154/www.hi.is/soguthing2002/framsogur/Einar_H.doc Einar Hreinsson, Söguþing 2002, Íslenskur aðall –ættartengsl og íslensk stjórnsýsla á 18. og 19. öld] </ref>