Munur á milli breytinga „Hernám Íslands“

Engin breyting á stærð ,  fyrir 7 árum
m
→‎Aðdragandi og lifnaðarhættir: laga ritvillu, vörn -> börn
m (Tók aftur breytingar 212.30.214.203 (spjall), breytt til síðustu útgáfu 194.144.188.200)
m (→‎Aðdragandi og lifnaðarhættir: laga ritvillu, vörn -> börn)
Urðu þó nokkrar breytingar á lifnaðarháttum Íslendinga á þessum árum. Fullorðnum einstaklingum var sagt að bera á sér sérstök persónuskilríki sem þeim bar að sýna hermönnum ef þess var krafist. Var þetta fyrst aðeins í Reykjavík en árið 1942 urðu allir þeir sem ætluðu að ferðast um mikilvægustu bæina og hafnirnar að hafa þessi skilríki á sér. Var þetta þó aðallega þar sem mesti viðbúnaðurinn var í sambandi við herinn, til dæmis í Hvalfirði. Miklar breytingar urðu einnig á búhögum Íslendinga. Áður var það undantekning ef Íslendingar höfðu samskipti við útlendinga en allt í einu varð allt fullt af útlendum hermönnum. Hefur sú staða sem kom upp á landinu verið „nefnd „tvíbýli“: þ.e. að á landinu byggju í svipinn tvær þjóðir, herinn og óbreyttir Íslendingar.“<ref>Heimsstyrjaldarárin á Íslandi (bindi 1) : 71 (bein tilvitnun).</ref>
 
Koma hersins þótti börnum virkilega spennandi og ævintýralega og sóttu þau mikið í hermennina sem voru þeim mjög góðir. Gáfu þeim stöku súkkulaði, leyfðu myndatöku og sýndu þeim vopnin. En brottflutningur barna frá Reykjavík og fjölmennustu kaupstöðunum átti sér stað fljótlega eftir hernámið. Fyrsti hópurinn lagði af stað frá Reykjavík 2.júlí. En alls voru 610 börn frá Akureyri, Hafnarfirði og Reykjavík vistuð á 15 sumardvalarheimilum víðs vegar um landið og að auki voru um 3000 vörnbörn á sveitaheimilum úti um allt land. <ref>Ísland í aldanna rás.</ref>
 
Bretum var mikið í mun að fá Íslendinga á sitt band og var hermönnunum skipað að koma vel fram við Íslendinga.<ref>Heimsstyrjaldarárin á Íslandi (bindi 1) : 70-73.</ref> Margir landsmenn vinguðust við hermennina en þegar her og þjóð býr saman verða allaf einhver ósætti. Íslendingar voru ekki búnir að segja skilið við sjálfstæðisbaráttuna og þjóðernisstefnan var þeim meðfædd. Karlar urðu afbrýðisamir út í Bretana sem tóku frá þeim stúlkurnar og auk þess voru sumir vissir um að „[[ástandið]]“ myndi ógna þjóðerni Íslendinga.<ref>Ísland í hershöndum : 89.</ref> Tóku Bretar fljótlega eftir því að flestir Íslendingar voru fegnir því að það voru Bretar sem hertóku landið en ekki Þjóðverjar og var viðmót Íslendingar yfirleitt betra en þeir höfðu þorað að vona. Einnig lögðu Bretar mikið upp úr því að allt tjón sem breski herinn olli yrði greitt að fullu. Landsmenn voru hvattir til að tilkynna allt tjón og sérstök kvörtunarnefnd var stofnuð hér á landi sem tók við kvörtunum og afgreiddi þær. Í kvörtunarnefndinni sátu bæði fulltrúar Íslendinga og breska hersins og hafði breski herinn umboð til að greiða allar minni háttar kröfur en hærri kröfur urðu að fara í gegnum breska stríðsráðuneitið í Lundúnum.<ref>Ísland í hershöndum : 89.</ref>