„Minjavernd“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Jkh5 (spjall | framlög)
Ný síða: '''Minjavernd''' er hlutafélag í eigu ríkissjóðs, Reykjavíkurborgar og sjálfseignarstofnunarinnar Minja. Félagið var...
 
Cessator (spjall | framlög)
Nægir að tengja einu sinni
Lína 1:
'''Minjavernd''' er [[hlutafélag]] í eigu ríkissjóðs, [[Reykjavíkurborg|Reykjavíkurborgar]] og [[sjálfseignarstofnunin Minja|sjálfseignarstofnunarinnar Minja]]. Félagið var stofnað sem hlutafélag í [[apríl]] árið [[2000]]. Það byggir hins vegar á grunni starfs [[Torfusamtökin|Torfusamtaka]] allt aftur til [[nóvember]] [[1979]]. Þá náðust samningar milli [[Ríkissjóður Íslands|ríkissjóð]]s og [[Torfusamtökin|Torfusamtakanna]] um leigu samtakanna á stærstum hluta [[Bernhöftstorfa|Bernhöftstorfu]] gegn endurbyggingu húsa þar. [[Samtök|Samtökin]] stóðu fyrir þeirri uppbyggingu þar til í [[apríl]] [[1985]] að [[Minjavernd]] var stofnuð sem [[sjálfseignarstofnun]]. Stofnaðilar voru [[Ríkissjóður Íslands|ríkissjóður]], [[Þjóðminjasafnið|Þjóðminjasafn]] og [[Torfusamtökin|Torfusamtökin.]] Við það eignaðist sjálfseignarstofnunin hús á [[Bernhöftstorfa|Bernhöftstorfu]]. Því rekstrarformi var síðan breytt í [[apríl]] árið [[2000]] í [[hlutafélag]] í eigu [[Ríkissjóður Íslands|ríkissjóðs]] og [[Torfusamtökin|Torfusamtaka]], en í [[septmber]] það ár gerðist [[Reykjavíkurborg]] [[hluthafi]] og lagði til félagsins eignir sínar við [[Aðalstræti]] og í [[Grjótaþorp|Grjótaþorpi]].
 
Markmið með rekstri [[Minjavernd|Minjaverndar]] er að „stuðla að varðveislu [[Mannvirki|mannvirkja]] og [[mannvistarleyfar|mannvistarleyfa]] hvarvetna á [[Ísland|Íslandi]] í viðtækasta skilningi“ eins og segir í stofnsamingi. Verkefni geta því verið af fjölþættum toga. Jafnframt er [[félag|félaginu]] ætlað að horfa til heildstæðra lausna í endurgerð húsa og götumynda. [[Félag|Félaginu]] er ætlað að starfa á eigin grunni, þ.e.það er að segja því er ekki ætlað að vera á föstu framfæri hins opinbera, hvorki [[Ríki|ríkis]] eða [[borgar]]. Það hefur því kjarnan af sínu lifibrauði af rekstri þeirra húsa sem félagið hefur endurbyggt og á, eða jákvæðum afrakstri verkefna sem það hefur endurgert hús og selt. [[Minjavernd]] hefur bæði starfað að verkefnum sem vísvitandi hefur verið ætlað að skila arði sem og verkefnum sem vitað var að þyrfti að greiða með í framkvæmd. [[Verkefni]] [[félag|félagsins]] hafa verið um [[70]] talsins frá upphafi og hafa verið bæði í [[þéttbýli]] sem [[dreifbýli]], í [[Reykjavík]] sem á [[landsbyggð]].
 
== Heimild ==