„Vatnsafl“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Rotlink (spjall | framlög)
m fixing dead links
Lína 20:
Vatn rennur í þrýstivatnspípunum inn í rafstöðina og fer framhjá stórum lokum sem hægt er að opna og loka snögglega. Hreyfiorkan er beisluð með því að láta vatnið snúa hverfilhjóli. Við það snýst segulmagnað hjól í rafalanum. Utan með því eru koparvafningar og við hreyfingu segulsins fer rafstraumur að renna um vafningana. Rafstraumurinn er síðan leiddur um háspennulínur út í raforkukerfið.
 
Uppistöðu lónin eru tilkomin vegna þess að rafmagn er ekki hægt að geyma, það verður að nota um leið og það er framleitt. Á Íslandi er notað meira rafmagn á veturna en á sumrin, en rennsli áa er mest á sumrin og minnst á veturna. Til þess að tryggja næga orku á veturna eru ár því stíflaðar og mynduð lón þar sem vatni er safnað á sumrin og það geymt til vetrarins þegar því er miðlað eftir þörfum til virkjana.<ref> Vefur Landsvirkjunar, sótt 18 apríl af: http://wayback.vefsafn.is/wayback/20050302201212/www.lv.is/article.asp?catID=420&ArtId=714 </ref>
 
Það fer eftir veðurfari hversu mikið rafmagn er hægt að framleiða. Þegar vel árar í vatnsbúskap er hægt að framleiða rafmagn umfram það sem mannvirkjunum er ætlað að skila árlega. Þetta rafmagn er selt á lægra verði til fyrirtækja gegn því að skerða megi afhendingu þegar illa árar í vatnabúskapnum. Ótryggt rafmagn er einkum selt til þeirra sem annars nota innflutt eldsneyti til hitunar. Dæmi um slíkt eru fiskimjölsverksmiðjur en þær geta skipt yfir í olíukyndingu á bræðsluofnum ef rafmagnið þverr.
 
Vatnsafl er eina endurnýjanlega orkan sem nú þegar framleiðir stóran hluta af orku mannkyns á samkeppnishæfu verði. Framleiðir um 17% raforku í heiminum, en yfir 90% af endurnýjanlegri orkuframleiðslu heims.<ref> Vefur Landsvirkjunar, sótt 18 apríl af: http://wayback.vefsafn.is/wayback/20050302201151/www.lv.is/files/2005_2_24_orkuleikur_fylgirit_2005.pdf </ref> Uppsett afl er sú tala sem virkjunin getur að hámarki framleitt. Raforkuframleiðsla virkjana með sama uppsetta aflið getur verið afar mismunandi.
 
100 MW virkjun sem er á fullum afköstum allt árið = 8760 klukkutíma framleiðir þá 876.000 MWh. Afköstin er þó venjulega mun minni oft á bilinu 6-7000 klst. á ári.
Lína 38:
 
=== Á Íslandi ===
Árið 1904 var fyrsta vatnsaflsvirkjunin sett upp á Íslandi. Jóhannes J. Reykdal réðst í að koma þessu stórvirki upp einn og óstuddur og Hafnarfjörður varð fyrsti raflýsti bærinn á Íslandi. Fyrsti rafallinn var 9 kW 230 volta rakstraumsrafall frá Frognerkilens Fabrik í Ósló. Hann snérist 620 snún. á mín. og vó 1,5 tonn. <ref> Vefur Rafís, sótt 18 apríl af: http://wayback.vefsafn.is/wayback/20041116124207/www.rafis.is/fir/sagafir.htm </ref>
 
Í kjölfar virkjunarinnar í hafnarfirði fóru hjólin að snúast, og árið 1915 var uppsett afl smárafstöðva á Íslandi komið í 370 kW. Árið 1950 voru komnar 530 smávirkjanir út um allt land. Fyrsta virkjun sem náði að 10 MW var Írafossvirkjun og hún var gangsett árið 1953. Árið 1965 er Landsvirkjun stofnuð og markaðssetning raforku hefst. Fyrsta virkjun sem náði að 200 MW var Búrfellsvirkjun og hún var gangsett árið 1969. Tæplega 30 virkjanir stærri en 10 MW voru byggðar á árunum 2000 – 2006. Árið 2007 var stærsta vatnsaflsvirkjun Íslands, Kárahnjúkavirkjun gangsett, 650 MW. <ref> Vefur Samorku, sótt 16 apríl af: http://soloweb.samorka.is/Apps/WebObjects/Samorka.woa/1/swdocument/1000799/Benedikt+Gu%C3%B0mundsson.pdf?wosid=false </ref> Árið 2007 var heildaraflið komið í 1852 MW. Það gerir um 11,9 TWh á ári <ref>http://www.orkutolur.is/mm/raforka/</ref>
Lína 59:
Vatnsföll eru virkjuð annaðhvort með straumvirkjun eða stífluvirkjun en alltaf þarf þó að koma fyrir stöðvarhúsi og setja upp túrbínur sem virkja vatnsaflið. Til viðbótar þá þarf fyrir stífluvirkjun að byggja stíflu fyrir lón. Þetta skapar mikið rask í umhverfinu og fórnarkostnaður umhverfissins getur verið mjög mikill. Til þess að átta sig betur á umfangi vatnsaflsvirkjana höfum við gott dæmi á Íslandi.
 
Kárahnjúkavirkjun er stærsta vatnsaflsvirkjun á Íslandi og er ein umdeildasta framkvæmd Íslands fyrr og síðar, gríðarmiklar umræður hafa verið um umhverfisáhrif Kárahnjúkavirkjunar eins og skiljanlegt er þegar um er að ræða svo umfangsmikla framkvæmd. Kárahnjúkavirkjun tekur um 66 km² lands undir lón og stíflur. Áhrifasvæði er áætlað um 3000 km². <ref>Friðrik Sophusson. 2005. ''Staðhæfingar og staðreyndir um Kárahnjúkavirkjun''. Sótt 1. Nóvember 2008 af http://wayback.vefsafn.is/wayback/20060305124632/www.karahnjukar.is/article.asp?ArtId=1204&catID=405</ref>
Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á ósnortið víðerni við norðurjaðar Vatnajökuls er verulegt. Nærri lætur að víðernið muni skerðast um alls 925 km², einkum vegna Hálslóns og Hraunaveitu. <ref>Yngvi Þór Loftsson, Gísli Gíslason, Jón Gauti Jónsson (2001). Kárahnjúkavirkjun, mat á umhverfisáhrifum - Samantekt um ,,ósnortin víðerni”og sjónræn áhrif. Landmótun, Landsvirkjun.</ref>