Munur á milli breytinga „Bærinn undir sandinum“

m
Málfarsleiðréttingar.
m
m (Málfarsleiðréttingar.)
[[Mynd:Western-settlement.png|thumb|350px|Kortið sýnir Vestribyggð í núverandi Nuuk-héraði, rauðu punktarnir sýna helstu bæjarrústir. Merkt er við ''Bæinn undir sandinum'' neðarlega á kortinu]]
'''Bærinn undir sandinum''' (sem er þekktari er meðal [[Fornleifafræði|forleifafræðingafornleifafræðinga]] undir [[danska]] nafninu ''Gården under Sandet - GUS'') er eitt merkasta uppgraftrarsvæði og fornleifafundur á [[Grænland]]i. Svæðið er á hárri sléttu fáeina kílómetra frá jaðri [[Skriðjökull|skriðjökulsins]] innst í Ameralikfirðinum, sem norrænir Grænlendingar nefndu Lýsufjörð í [[Vestribyggð]]. Árið 1990 fundu tveir hreindýraveiðimenn allmikla tilhöggna timburstokka stinga þar út úr árbakka. Það leiddi til mikillar starfsemi fornleifafræðinga næstu árin og var grafið þar á hverju sumri á árunum 1991 til 1996. Kom í ljós að timburstokkarnir höfðu verið uppistöður í húsabyggingu af norrænni gerð. Höfðu húsin horfið undir margra metra þykkt lag af sandi og var nafnið dregið af því.
 
Uppgröfturinn sýndi fram á að þar hafði verið búið frá því um miðja elleftu öld og langt fram á þá fjórtándu. Elsta húsið hafði verið langhús sem snemma hafði brunnið. Síðan tók við húsabygging með stöðugum viðbótum og umbyggingum þar til bærinn var yfirgefinn. Fljótlega eftir það hafði hann fyllst af sandi sem barst fram í [[jökulhlaup]]i.
861

breyting