„Nokia“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 78 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q1418
Rotlink (spjall | framlög)
m fixing dead links
Lína 154:
=== Líffræðileg áhrif farsímanotkunar ===
 
Farsímar hafa samband við móðurstöðvar sínar með því að senda og taka á móti [[örbylgja|örbylgjum]] svipuðum þeim sem notaðar eru í [[örbylgjuofn]]um. Oft er talað um [[geislun]] frá farsímunum í þessu sambandi. Hafa þarf í huga að rafsegulrófið spannar vítt svið. Örbylgjugeislun hefur aðra eiginleika en svokölluð jónandi geislun sem kemur t.d. frá [[röntgengeislun|röntgentækjum]]. Jónandi geislun hefur hærri tíðni og meiri orku en ljós og þar með meiri [[efnafræði]]leg áhrif það er öfugt með örbylgjugeislun. Þar sem örbylgur eru ekki jónandi ættu þær ekki að geta valdið skemmdum á erfðaefninu [[DNA]], [[stökkbreyting]]um eða [[krabbamein]]i.<ref>http://wayback.vefsafn.is/wayback/20061114205155/www.gr.is/fraedsluefni/sol/nr/31</ref>
 
Einu [[líffræði]]legu áhrifin sem eru þekkt og almennt viðurkennd eru [[varmi|upphitun]], svipuð því sem gerist í örbylgjuofni. Þar sem örbylgjurnar hitna við notkun farsímans er fólk áhyggjufullt um að það gæti hitað í þeim heilann og þannig valdið skaða. Svo er ekki þar farsíminn sendir frá sér [[orka|orku]] sem er um 1 [[vatt|W]] en það nægir ekki til að hita heilann nógu mikið. Það hafa margar rannsóknir verið gerðar bæði á [[fruma|frumum]] og [[dýr]]um í mismunandi örbylgjusviði til að finna réttu staðlana. Núverandi [[öryggisstaðall|öryggisstöðlum]] er ætlað að verja notendur fyrir skaðlegum áhrifum vegna upphitunar.<ref>http://www.why.is/svar.asp?id=493</ref>
 
Það er aðallega [[höfuð]]ið og [[auga|augun]] sem eru viðkvæm vegna þess að í vökvarými augnanna eru ekki [[æð]]ar til kælingar. Vísindamenn eru almennt sammála um að farsímar valda ekki líffræðilegum skaða vegna upphitunar. Það er hins vegar deilt um hvort önnur líffræðileg áhrif geti verið að verki, áhrif sem birtast vegna samhljóms sameinda við geislunina frekar en upphitun. Kenningar hafa verið settar fram en þær eru umdeildar.<ref>http://wayback.vefsafn.is/wayback/20061114205155/www.gr.is/fraedsluefni/sol/nr/31</ref>
 
Það er deilt um tvennt: Það hvort um vensl við örbylgjugeislunina sé að ræða og hvort skýra megi slík vensl með öðrum hætti. Rannsóknir hafa ekki sýnt fram á nein marktæk tengsl milli farsíma notkunar og heilsukvilla. Óbein áhrif koma greinilega fram, sérstaklega áhrif á [[öryggi]] í umferðinni. Margir hafa talið að handfrjáls búnaður leysa vandann. Rannsóknir benda til þess að svo sé ekki. Símtal í GSM síma krefst miklu meiri einbeitingar en venjulegt samtal. Hættan felst í því að athyglin er meira á símtalinu en [[umhverfi]]nu. Þetta veldur því að þessi hópur er líklegri til þess að lenda óhappi.<ref>http://wayback.vefsafn.is/wayback/20061114205155/www.gr.is/fraedsluefni/sol/nr/31</ref>
 
== Umhverfisverndarstefna ==