„Jón Grunnvíkingur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 3 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q1110493
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
Jón var sonur séra Ólafs Jónssonar prests á [[Staður í Grunnavík|Stað í Grunnavík]] í [[Jökulfirðir|Jökulfjörðum]] og konu hans Þórunnar Pálsdóttur. Faðir hans lést úr [[Stórabóla|Stórubólu]] [[1707]] og fór Jón nokkru síðar í fóstur til vinar hans, [[Páll Vídalín|Páls Vídalín]], sem ól hann upp, kom honum í [[Hólaskóli|Hólaskóla]] og styrkti hann síðan til náms við [[Kaupmannahafnarháskóli|Kaupmannahafnarháskóla]]. Hann vann að mikilli íslenskri [[orðabók]] með [[alfræði]]efni sem enn hefur ekki birst, skrifaði um menntamál og ýmisleg efni og safnaði tóbaksvísum.
 
Jón er meðal annars þekktur fyrir að hafa skrifað upp [[Heiðarvíga saga|Heiðarvígasögu]] eftir minni, en eina þekkta handrit Heiðarvígasögu varð eldinum að bráð í [[Bruninn í Kaupmannahöfn árið 1728|brunanum í Kaupmannahöfn 1728]]. Til þess notaðist hann við minnispunkta sína sem voru aðallega [[orðatiltæki]] og [[Orðasamband|orðasambönd]] úr sögunni. Hann skrifaði einnig lýsingu á brunanum skömmu eftir atburðinatburðinn. [[Jón Helgason (prófessor)|Jón Helgason]], prófessor, skrifaði doktorsrit sitt um Jón Grunnvíking.
 
Jón Grunnvíkingur kemur fyrir sem sögupersóna í [[Íslandsklukkan|Íslandsklukkunni]] eftir [[Halldór Laxness]] og nefnist þar: ''Jón Grindvicensis'' ([[latína]]: Grindavíkur Jón).