Munur á milli breytinga „Tilraun Meselsons og Stahl“

m
m (Bot: Flyt 20 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q917550)
Í tilrauninni sem við þá er kennd nýttu Meselson og Stahl sér þá staðreynd, að þó yfirgnæfandi meirihluti [[köfnunarefni]]satóma í DNA sé af [[samsæta|samsætunni]] sem hefur [[massatala|massatölu]] 14, þá er hægt að skipta köfnunarefninu út fyrir köfnunarefni-15 (<sup>15</sup>N) án þess að það raski starfsemi þess eða byggingu.
 
Þeir Meselson og Stahl ræktuðu því ''[[Escherichia coli|E. coli]]'' um sem svarar mörgum kynslóðum í [[ræktunaræti|æti]] sem var mikið auðgað með <sup>15</sup>N, en við það verður hlutmergð <sup>15</sup>N í DNA bakteríunnar margföld á við það sem annars er. Að ræktun lokinni einangruðu þeir DNA úr frumunum, leystu það upp í [[dúi (efnafræði)|dúa]] sem innihélt [[CsCl]] og spunnu það í [[skilvinda|háhraðaskilvindu]], en við það myndar vatnslausn af CsCl eðlisþyngdarstigul og risasameindir á borð við DNA leita á þann stað í skilvinduglasinu þar sem [[þyngdarkraftur]] vegna spunans og [[uppdrif]]skraftur sameindarinnar núllast út. Nú er DNA sem inniheldur mikið <sup>15</sup>N eilítið eðlisþyngra en DNA sem inniheldur lítið <sup>15</sup>N og Meselson og Stahl gátu því greint DNA úr auðgaðri rækt frá DNA úr óauðgaðri rækt. Aðferð þeirra var einnig nægilega næm til að þeir gætu greint DNA sem væri að hálfu upprunniupprunnið í auðgaðri rækt og að hálfu í óauðgaðri. Nú tóku þeir sýni úr auðguðu ræktinni, sáðu í óauðgað æti og ræktuðu áfram. Þeir tóku sýni á 20 mínútna fresti, en kynslóðatími ''E. coli'' er 20 mínútur við kjöraðstæður, einangruðu DNA greindu hversu mikið af „þungu“, „meðalþungu“ og „léttu“ DNA var í sýnunum.
 
Ef tilgáta Blochs væri rétt og afritun DNA væri algeymin ættu eingöngu að finnast „þungar“ og „léttar“ DNA-sameindir í sýnunum, en Meselson og Stahl greindu einnig „meðalþungar“ sameindir og var raunar allt DNA í fyrstu kynslóð eftir sáninguna á því formi. Þeir gátu því útilokað tilgátu Blochs. Ef tilgáta Delbrücks væri rétt og afritunin væri tvístrandi myndi eðlisþyngd DNA-sameindanna nú stigléttast með hverri kynslóð og nálgast „létt“ DNA smám saman. Ef tilgáta Watsons og Crick væri rétt ætti hins vegar að vera tvenns konar DNA í annarri kynslóð, „meðalþungt“ og „létt“ og ætti að vera hér um bil jafn mikið af hvoru. Síðan myndi hlutmergð þess „meðalþunga“ að fara minnkandi þar til allt mælanlegt DNA er á „létta“ forminu.
 
Niðurstöður Meselsons og Stahl<ref>'''M. Meselson og F. W. Stahl'''. 1958. „[http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC528642/?tool=pubmed Replication of DNA in Escherichia coli]“ ''[[Proceedings of the National Academy of Sciences of the United States of America|PNAS]]'' '''44''', 671-682.</ref> voru í samræmi við líkan Watsons og Crick og staðfestu því að afritun DNA í ''E. coli'' er hálfgeymin.
 
 
 
==Heimildir==
2.164

breytingar