„Ölgerðin Egill Skallagrímsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
Í fyrstu fór starfsemi Ölgerðarinnar Egils Skallargrímssonar fram í tveimur herbergjum í kjallara [[Þórshamarshússins við Templarasund]] í Reykjavík, en þau hafði Tómas tekið á leigu. Í dag er það hús í eigu [[Alþingis]]. Ári síðar flutti fyrirtækið í [[Thomsenshúsið við Tryggvagötu]] og við það stækkaði athafnasvæðið til muna. Árið 1917 keypti Tómas hús við Njálsgötu og á næstu árum keypti hann einnig nærliggjandi lóðir og hús við Grettisgötu og Frakkastíg, en þar reisti hann fullkomna ölgerð. Á árunum 1924-1928 voru tekin í notkun þar bæði ölsuðuhús og gerkjallari.
 
Eins og nafn fyrirtækisins gefur til kynna, þá var upphaflega stefnt að ölgerð fyrst og fremst. Eins og áður segir þá var fyrsta framleiðsluvara Ölgerðarinnar Egils Maltextrakt, sem nýtur enn í dag mikilla vinsælda meðal Íslendinga og telja margir að drykkurinn sé ómissandi, ásamt [[Egils Appelsíni]], á jólum og páskum. Framleiðsla á síðarnefnda drykknum hófst á 6. áratugnum. Framleiðsla á [[Egils Pilsner]] hófst árið 1917, aðeins fjórum árum eftir stofnum Ölgerðarinnar. Fyrirtækið var það fyrsta sem fékk undanþágu til framleiðslu á áfengu öli á Íslandi á [[Síðari heimsstyrjöld|stríðsárunum]] þegar það framleiddi [[Polar Ale]] fyrir breska setuliðið. Frá 1951 framleiddi það [[Polar Beer]] fyrir [[Varnarliðið]] á [[Keflavíkurstöðin]]ni og síðan [[Export Beer]] sem landsmenn kölluðu almennt [[Egill sterki|Egil sterka]]. Eftir að bjórbanninu var aflétt 1989 hefur aðalsöluvara bruggverksmiðjunnar verið [[Egils Gull]].
 
Framleiðsla gosdrykkja hófst árið 1930 er Ölgerðin keypti gosdrykkjaverksmiðjurnar Síríus og Kaldá. Ölgerðin var gerð að hlutafélagi tveimur árum síðar, er það var sameinað [[Ölgerðinni Þór hf.]], sem þá hafði verið starfrækt í tvö ár. Þór hafði byggt ölgerðarhús við Rauðarárstíg en rekstur þess var lagður niður við sameininguna.