„Star Wars Jedi Knight: Jedi Academy“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Kubota (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Kubota (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''''Star Wars Jedi Knight: Jedi Academy''''' er amrískur þriðju- og fyrstupersónu hasar-tölvuleikur sem gerist í [[Star Wars]] heiminum, forritaður af [[Raven Software]] og gefin út af [[LucasArts]] (BNA), [[Activision]] (Evrópu) og [[CyberFront]] (Japan). Microsoft Windows og Mac OS X útgáfur voru fyrst gefnar út Septemberí september 2003 en [[Xbox]] útgáfan kom út í Nóvembernóvember sama árið.
 
Hægt er að spila einn í hlutverki Jaden Korr, nemanda Kyle Katarn, og klára verkefni fyrir hann og Loga Geimgengil. Einnig má spreyta sig í fjölspili, í gegnum Staðarnet (Local Area Network) eða Internetið.
Lína 5:
==Spilun==
Ólíkt hinum leikjunum í ''Jedi Knight'' seríunni (''[[Dark Forces]], [[Dark Forces II]], [[Mysteries of the Sith]]'', og ''[[jk2|Jedi Outcast]]'') getur leikmaður valið kyn og útlit aðalpersónunnar Jaden Korr. Auk þess velur leikmaður um það hvernig geislasverð hann vill hafa. Þannig getur hann valið um að vera með eitt eða tvö geislasverð, nú eða tvöfalt geislasverð.
 
Leikurinn er fyrstu eða þriðju persónu leikur. Hægt er að nota sömu vopn og í "Jedi Outcast". Þau eru:
 
*Geislaskambyssa(Bryar Pistol);
*Stuðbyssa (Stun Baton);
*Geislalásbogi (Wookiee Bowcaster );
*Geislariffill (E-11 Stormtrooper Rifle);
*Geislariffill (Tenloss Disruptor Rifle);
*Geisla hríðskotabyssa (Imperial Heavy Repeater);
*Haglabyssa(Golan Arms FC-1);
*Öflug haglabyssa(Desctructive Electro-magnetic Pulse 2 Gun);
*Sprengja(Thermal Detonator);
*Jarðsprengjur sem springa við skot(Detonation Packs);
*Jarðsprengjur sem springa við snertingu(Laser Trip Mines).
 
Leikmaður getur notað máttinn frá byrjun leiksins. Í byrjun hvers borðs velur hann nýja krafta til að læra. Kraftarnir skiptast í "Dark Side (myrka hliðin)" og "Light Side (ljósa hliðin)".
 
Þegar langt er liðið á leikinn velur leikmaður hvort hann vill fylgja myrku eða ljósu hliðinni.
 
==Söguþráður==
Sagan í leiknum á sér stað tveimur árum á eftir atburðum "Jedi Outcast". Leikurinn hefst þar sem aðalpersónan, Jaden Korr, er á leiðinni til ''Jedi Academy'' þar sem hann verður nemandi [[Kyle Katarn]] sem var aðalpersónan í fyrri leikjum Jedi Knight seríunnar. Þar hittir Jaden hinn unga Rosh. Þegar þau lenda hafa Luke Skywalker og Kyle Katarn komist að því að eitthvað gruggugt er í gangi í akademíunni. Jaden og Rosh þurfa að uppræta útsendara hins illa. Loks fellur Rosh yfir á myrku hliðina. Að lokum kemst Jaden að því að höfuðpaurinn í ráðabrugginu er Tavion Axmis, sem kom fram í [["Jedi Outcast"]] og var þar aðstoðarkona hins skelfilega Desanns.